Hríðfallandi áhorf á Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 15:59 Chris Evans heldur á kokteil í bílferð en víst má telja að kokteilar hafi ekki verið hafðir við hönd er áhorfstölur voru kynntar. Annar þátturinn í nýjustu Top Gear bílaþáttaröðinni var sýndur um helgina og fékk hann lítið áhorf í Bretlandi. Fyrsti þátturinn með nýjum stjórnendum féll áhorfendum ekki heldur vel og var talsvert minna áhorf á hann en að meðaltali þegar Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond stjórnuðu þættinum. Á fyrsta þáttinn horfðu 4,3 milljónir manna en á annan þáttinn nú um helgina horfðu einungis 2,8 milljónir manna. Er það aðeins á við helmingsáhorf á þættina með fyrri stjórnendum þeirra. Hlýtur þetta að valda BBC, framleiðendum þáttanna miklu hugarangri og í raun var varla hægt að fara í skó gamla þríeykisins og ná sömu hæðum í áhorfi. Það reyndi þó Chris Evans, aðalþáttastjórnandinn nú, en með þessum líka dræma árangri. Gárungarnir hafa gert grín að áhorfi Top Gear þáttanna nýju og sagt frá því að þátturinn “Antiques Roadshow” hafi náð til 4,7 milljóna áhorfenda, eða nærri 70% meira áhorfi en á Top Gear. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Annar þátturinn í nýjustu Top Gear bílaþáttaröðinni var sýndur um helgina og fékk hann lítið áhorf í Bretlandi. Fyrsti þátturinn með nýjum stjórnendum féll áhorfendum ekki heldur vel og var talsvert minna áhorf á hann en að meðaltali þegar Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond stjórnuðu þættinum. Á fyrsta þáttinn horfðu 4,3 milljónir manna en á annan þáttinn nú um helgina horfðu einungis 2,8 milljónir manna. Er það aðeins á við helmingsáhorf á þættina með fyrri stjórnendum þeirra. Hlýtur þetta að valda BBC, framleiðendum þáttanna miklu hugarangri og í raun var varla hægt að fara í skó gamla þríeykisins og ná sömu hæðum í áhorfi. Það reyndi þó Chris Evans, aðalþáttastjórnandinn nú, en með þessum líka dræma árangri. Gárungarnir hafa gert grín að áhorfi Top Gear þáttanna nýju og sagt frá því að þátturinn “Antiques Roadshow” hafi náð til 4,7 milljóna áhorfenda, eða nærri 70% meira áhorfi en á Top Gear.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent