Vodafone gefur landsdekkandi dreifingu á meðan Evrópukeppninni stendur Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 15:49 Núna geta 99,9 prósent Íslendinga séð leiki Íslands á EM í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarp. Vísir/Vilhelm Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira