Íslenski boltinn

Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta

Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar
„Mér fannst fyrri hálfleikur spilast alveg ágætlega, við spiluðum á móti sterkum vindi og komumst í fínar stöður skipti eftir skipti.

„Seinni hálfleikur var þannig að við settum boltann ekki nógu mikið á jörðina og þegar við reyndum það voru sendingarnar ekki nógu góðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-inga, eftir tapið fyrir ÍBV í dag.

„Við unnum ekki annan boltann í dag og spilið gekk illa, það kostaði okkur í seinni hálfleik að skapa ekki fleiri færi og skora ekki mark.“

Hvað fer úrskeiðis í dag hjá KR þegar ÍBV skorar markið?

„Við fórum of geyst af stað í sóknina og töpum boltanum illa úti á hægri kantinum. Þeir koma á okkur og við vorum komnir hátt með bakvörðinn og kantana og reyndum að fara út hægra megin.“

KR-ingar fylgdu ekki sterkum sigri á Valsmönnum eftir en hverjar eru skýringarnar á því?

„Við sköpum ekki nægilega mikið af færum í seinni hálfleik, það gekk betur í fyrri hálfleik. En með vindinum gekk okkur verr að halda boltanum, við töpum baráttunni um annan boltann í seinni hálfleiknum, en það þarf að vinna hana á móti Eyjaliðinu eins og það spilaði með vindinum.“

„Þeir voru klókir í því, þéttir til baka og beittu skyndisóknum, við þurftum meira á því að halda að spila meiri fótbolta og betri fótbolta heldur en við gerðum hér í seinni hálfleik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×