Fyrstu laxarnir mættir í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2016 13:00 Lax sem veiddist í Djúpós sumarið 2015 Mynd: West Ranga Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikið um fréttir af snemmgengnum löxum þetta sumarið og spurning hvað það þýðir um framhaldið. Það bætist sífellt á listann yfir árnar þar sem staðfest er að lax sé mættur og nú síðast í gærmorgun sáust til að mynda fyrstu laxarnir í Ytri Rangá og það á tveimur veiðistöðum. Fyrst sáust tveir laxar í Djúpós sem er einn gjöfulasti veiðistaðurinn í ánni en annar laxinn var augljóslega rígvænn tveggja ára lax og hinn virtist vera vænn eins árs lax. Seinna um daginn sáust síðan laxar líka við veiðistaðinn Staur sem er einn af þessum veiðistöðum sem er inn eða út í ánni en þau árin sem hann er inni getur hann líka gefið vel. Opnunin í fyrra gaf hátt í 40 laxa en ennþá eru tæpar þrjár vikur í að Ytri Rangá opni þetta árið svo það getur mikið bæst í hana þangað til fyrstu flugurnar þjóta um breiðurnar. Það hefur verið kappsmál í bæði Ytri og Eystri Rangá að ná fyrstu löxunum í klak til þess að ala upp seiði undan snemmgengnu löxum. Þetta tekur oft nokkrar kynslóðir en er klárlega farið að bera góðan árangur í báðum ánum sem áður fyrr fóru aldrei almennilega í gang fyrr en í lok júlí byrjun ágúst en eiga núna nær undantekningalaust frábæra júlímánuði eins og flestar árnar á landinu. Það verður spennandi að sjá hvernig opnunin gengur miðað við þessar fréttir að austan. Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Veiði
Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikið um fréttir af snemmgengnum löxum þetta sumarið og spurning hvað það þýðir um framhaldið. Það bætist sífellt á listann yfir árnar þar sem staðfest er að lax sé mættur og nú síðast í gærmorgun sáust til að mynda fyrstu laxarnir í Ytri Rangá og það á tveimur veiðistöðum. Fyrst sáust tveir laxar í Djúpós sem er einn gjöfulasti veiðistaðurinn í ánni en annar laxinn var augljóslega rígvænn tveggja ára lax og hinn virtist vera vænn eins árs lax. Seinna um daginn sáust síðan laxar líka við veiðistaðinn Staur sem er einn af þessum veiðistöðum sem er inn eða út í ánni en þau árin sem hann er inni getur hann líka gefið vel. Opnunin í fyrra gaf hátt í 40 laxa en ennþá eru tæpar þrjár vikur í að Ytri Rangá opni þetta árið svo það getur mikið bæst í hana þangað til fyrstu flugurnar þjóta um breiðurnar. Það hefur verið kappsmál í bæði Ytri og Eystri Rangá að ná fyrstu löxunum í klak til þess að ala upp seiði undan snemmgengnu löxum. Þetta tekur oft nokkrar kynslóðir en er klárlega farið að bera góðan árangur í báðum ánum sem áður fyrr fóru aldrei almennilega í gang fyrr en í lok júlí byrjun ágúst en eiga núna nær undantekningalaust frábæra júlímánuði eins og flestar árnar á landinu. Það verður spennandi að sjá hvernig opnunin gengur miðað við þessar fréttir að austan.
Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Veiði