Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi tengdu losun fjármagnshafta. vísir/Eyþór Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingi í gær. Samvinna og pólitísk sátt einkenndi þennan síðasta þingdag fyrir sumarfrí. Þing kemur saman á ný í ágúst til að ljúka nokkrum málum fyrir kosningar. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar voru ánægðar með gang þingstarfa.Ragnheiður Ríkharðsdóttir „Við erum hér að ljúka málum og ganga til atkvæða um þau. Það gengur mjög vel og þingstörf eru mjög skilvirk núna,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar fólk vinnur saman eins og gert hefur verið í nefndum og vinnur að því að nálgast verkefni með lausnir í huga þá verða störfin mun skilvirkari fyrir vikið og fyrir það ættum við að gleðjast.“ Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði störfin hafa gengið vel. „Ástæða þess að þetta rennur svo hratt í gegnum þingið í dag liggur í gífurlega mikilli vinnu þingnefnda og þeirrar sáttar sem hefur myndast í þeim. Atkvæðagreiðslan er í sjálfu sér minnsti hlutinn af þessu öllu saman og því lítur út fyrir að málin renni hér í gegn án umræðu,“ sagði Brynhildur. „Hér er verið að klára mörg ótrúlega flott mál sem sýnir gott samstarf.“Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariMeðal stórra mála sem voru afgreidd má nefna ný heildarlög um útlendinga sem unnin voru og samþykkt í pólitískri sátt. Er það einsdæmi í Evrópu að lög um útlendinga fari í gegnum þjóðþing í sátt. Í öðrum ríkjum álfunnar hafa þing logað stafna á milli þegar frumvörp af þessu tagi eru til umræðu. Húsnæðislög Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra fóru einnig í gegn og samstaða náðist um nýtt greiðsluþátttökukerfi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Einnig var samþykkt ályktun um að kanna sölu Búnaðarbankans árið 2003. Eftir að Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við að samþykkt yrði frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ráðstafanir sem draga eiga úr áhættu sem verulegt fjármagnsinnstreymi getur skapað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira