Við bara blómstrum öll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:00 "Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta,“ segir Hansína. Vísir/Anton „Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016. Garðyrkja Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
„Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016.
Garðyrkja Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira