Stór BMW 8-lína á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 09:47 BMW 8-línu bílarnir sem smíðaðir voru frá 1989 til 1999 voru gullfallegir bílar. Lengi hefur verið ýjað að því að BMW hyggist aftur smíða bíla með stafinn 8 fremst í töluheitinu, líkt og BMW gerði á árunum 1989 til 1999. Það hefur svo til verið staðfest þar sem BMW hefur skráð einkaleyfi fyrir bílheitunum 825, 830, 835, 845, 850, 860, M8 og M850. Ekki ófáar gerðir þar. Ný 8-línu gerð BMW verður einskonar coupe gerð 7-línunnar, líkt og Mercedes Benz gerir með S-Class Coupe, en hann er í grunninn eins og hefðbundinn S-Class Sedan. Allur þessi fjöldi 8-línu bílgerða BMW bendir til þess að úr miklu vélarúrvali verði að moða í þessum nýja bíl. Þrjár þeirra gætu verið með minni vélar en minnsta gerð Mercedes Benz S-Class, eða S400. Það ætti við gerðirnar 825, 830 og 835. Því gæti allt eins verið í boði fjögurra, sex og átta strokka vélar í 8-línunni. BMW hefur ekkert látið uppi um smíði 8-línu og hvað þá heldur þeirra bíla væri að vænta. Margir munu þó gleðjast ef af honum verður. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Lengi hefur verið ýjað að því að BMW hyggist aftur smíða bíla með stafinn 8 fremst í töluheitinu, líkt og BMW gerði á árunum 1989 til 1999. Það hefur svo til verið staðfest þar sem BMW hefur skráð einkaleyfi fyrir bílheitunum 825, 830, 835, 845, 850, 860, M8 og M850. Ekki ófáar gerðir þar. Ný 8-línu gerð BMW verður einskonar coupe gerð 7-línunnar, líkt og Mercedes Benz gerir með S-Class Coupe, en hann er í grunninn eins og hefðbundinn S-Class Sedan. Allur þessi fjöldi 8-línu bílgerða BMW bendir til þess að úr miklu vélarúrvali verði að moða í þessum nýja bíl. Þrjár þeirra gætu verið með minni vélar en minnsta gerð Mercedes Benz S-Class, eða S400. Það ætti við gerðirnar 825, 830 og 835. Því gæti allt eins verið í boði fjögurra, sex og átta strokka vélar í 8-línunni. BMW hefur ekkert látið uppi um smíði 8-línu og hvað þá heldur þeirra bíla væri að vænta. Margir munu þó gleðjast ef af honum verður.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent