Innganga og útganga Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Ekkert jafnast á við undrið þegar barn fæðist. Í síðustu viku tók ég mér nokkurra daga sumarfrí til að heilsa dótturdóttur minni sem kom í heiminn dökkhærð og undurfríð. Eitt af því sem ég er þakklátust fyrir í prestsstarfinu er að fá að vera með fólki þegar barn fæðist inn í heiminn og eins þegar ástvinur kveður. Ég var að hugsa það þessa viku sem ég var heima í fríi að það er margt líkt með heimili þar sem nýjum einstaklingi er heilsað og þar sem ástvinur hefur kvatt. Í báðum tilvikum vilja fjölskyldur og vinir vitja heimilisins og veita nærveru. Og það er drukkið kaffi og bornar fram veitingar, fólk færir blóm og gjafir og það eru rifjaðar upp minningar, hlegið og grátið. Og spurningin sem allir spyrja foreldra hins nýfædda eða nánasta ástvin hins látna er sú sama: Hvernig var nóttin? Gastu sofið? Náðir þú hvíld? Eins er minnt á aðrar grunnþarfir svo sem hreyfingu og góða næringu. Helst alltaf er svo einhver „á bak við eldavélina“ eins og eitt sinn var sagt og það er nú e.t.v. persónan sem gerir mesta gagnið. Þegar lífi er heilsað og þegar líf er kvatt verður heimilið heilagt. Hvað þýðir það? Það merkir að heimilið er frátekið fyrir gleðina eða sorgina. Setningin sem borin er fram við hverja barnsskírn hefur vitjað mín með nýjum hætti þessa daga: „Drottinn varðveiti inngöngu þína og útgöngu héðan í frá og að eilífu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Ekkert jafnast á við undrið þegar barn fæðist. Í síðustu viku tók ég mér nokkurra daga sumarfrí til að heilsa dótturdóttur minni sem kom í heiminn dökkhærð og undurfríð. Eitt af því sem ég er þakklátust fyrir í prestsstarfinu er að fá að vera með fólki þegar barn fæðist inn í heiminn og eins þegar ástvinur kveður. Ég var að hugsa það þessa viku sem ég var heima í fríi að það er margt líkt með heimili þar sem nýjum einstaklingi er heilsað og þar sem ástvinur hefur kvatt. Í báðum tilvikum vilja fjölskyldur og vinir vitja heimilisins og veita nærveru. Og það er drukkið kaffi og bornar fram veitingar, fólk færir blóm og gjafir og það eru rifjaðar upp minningar, hlegið og grátið. Og spurningin sem allir spyrja foreldra hins nýfædda eða nánasta ástvin hins látna er sú sama: Hvernig var nóttin? Gastu sofið? Náðir þú hvíld? Eins er minnt á aðrar grunnþarfir svo sem hreyfingu og góða næringu. Helst alltaf er svo einhver „á bak við eldavélina“ eins og eitt sinn var sagt og það er nú e.t.v. persónan sem gerir mesta gagnið. Þegar lífi er heilsað og þegar líf er kvatt verður heimilið heilagt. Hvað þýðir það? Það merkir að heimilið er frátekið fyrir gleðina eða sorgina. Setningin sem borin er fram við hverja barnsskírn hefur vitjað mín með nýjum hætti þessa daga: „Drottinn varðveiti inngöngu þína og útgöngu héðan í frá og að eilífu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun