Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2016 10:30 Radiohead á sviðinu í gær. Vísir/Hanna „Það er frábært að spila loksins á Íslandi,“ sagði Thom Yorke, söngvari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Radiohead sem hélt magnaða tónleika í Laugardalshöll á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gær. Eftirvæntingin var gríðarleg eftir fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á Íslandi og voru æstir aðdáendur farnir að mynda röð snemma dags til þess að komast inn í Laugardalshöllina. Radiohead steig á svið klukkan 21.30 og voru margir búnir að bíða í röð klukkutímum saman. Óhætt er að segja að biðin hafi verið þess virði en Radiohead fór með tónleikagesti í tónlistarlegt ferðalag um feril sinn sem nær aftur til níunda áratugs síðustu aldar. Frá því að platan OK Computer kom út árið 1997 hefur Radiohead verið efst á baugi tónlistarheimsins og því stórbrotið að fá þessa hljómsveit, sem sögð hefur verið hinir einu sönnu arftakar Bítlanna, til Íslands.Tónleikarnir með Radiohead voru geðveikir. Óskiljanlegt hvernig hægt er að eiga svona mörg góð lög gefin út á meira en 20 ára tímabili.— Atli Fannar (@atlifannar) June 18, 2016 Og tónleikagestir voru ekki sviknir. Thom Yorke, Jonny Greenwood, Phil Selway, Ed O’Brien og Colin Greenwood eru hvergi betri en þegar þeir stíga á svið og þegar Radiohead spilar á tónleikum fer einhver galdur af stað sem erfitt er að lýsa með orðum. Tónlistin verður ekki mikið fallegri en í laginu Weird Fishes/Arpeggi sem gaf tóninn eftir að Radiohead hafði rúllað í gegnum fimm lög af nýjustu pötu sinni, A Moon Shaped Pool í upphafi tónleikanna. Klassískir slagarar á borð við No Surprises, Reckoner og My Iron Lung fengu að hljóma áður farið var í gegnum hina heilögu Kid A þrenningu sem hófst á National Anthem og lauk með Idioteque fyrir fyrsta uppklapp.The crowd was enjoying #Radiohead tonight https://t.co/bHjI2LzGiz— Laufey (@laufeygunn) June 18, 2016 Við það var eins og áhorfendur, og mögulega einnig Thom Yorke og félagar, hafi áttað sig á því að stutt væri eftir af tónleikunum. Eftir uppklöppin settu þeir einfaldlega allt í gang og tóku sín þekktustu lög, Paranoid Android, Karma Police og Creep. Við það trylltist allt og var sérstaklega vel tekið í það þegar Thom Yorke tók lengri útgáfu af Karma Police með áhorfendaskaranum sem tók gríðarlega vel undir. Þakið ætlaði svo bókstaflega að rifna af höllinni þegar talið var í Creep en afar sjaldgæft er að lagið fái að hljóma á tónleikum Radiohead á seinni árum.Samband Radiohead við lagið er stormasamt en Thom Yorke hefur átt það til að hella sér yfir þá áhorfendur sem biðja um lagið á tónleikum. Nú er öldin önnur og flutning hljómsveitarinnar á þessu goðsagnakennda lagi var stórbrotinn og frábær endapunktur á mögnuðum tónleikum. Hljómsveitin hefur, líkt og áður sagði, verið starfandi í hartnær þrjátíu ár. Hljómsveitir sem starfa svo lengi deyja oft hægum dauðdaga en tónleikarnir í gær voru merki um það að Radiohead er á ákveðnum hátindi, engin hljómsveit af samsvarandi stærð og frægð er að gera það sem þeir eru að gera. Það jafnast fáar sveitir í tónlistarsögunni á við Radiohead og það sást bersýnilega á tónleikunum í gær.Einnig: Thom Yorke er something else. Hann kom eiginlega á óvart í kvöld, ef það var þá hægt. Algjört séní.— Kristján Atli (@kristjanatli) June 18, 2016 Tónlist Tengdar fréttir Andri Snær „á heimavelli“ á Secret Solstice Andri segist vera mikill og tryggur Radiohead aðdáandi og aðdáun hans hafi náð mestum hæðum með útgáfu plötunnar Kid a. 17. júní 2016 21:40 Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö ár Breska sveitin Radiohead er nú á tónleikaferðalagi og spilar til að mynda á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum nú í júní. 24. maí 2016 20:55 Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Sjá meira
„Það er frábært að spila loksins á Íslandi,“ sagði Thom Yorke, söngvari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Radiohead sem hélt magnaða tónleika í Laugardalshöll á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gær. Eftirvæntingin var gríðarleg eftir fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á Íslandi og voru æstir aðdáendur farnir að mynda röð snemma dags til þess að komast inn í Laugardalshöllina. Radiohead steig á svið klukkan 21.30 og voru margir búnir að bíða í röð klukkutímum saman. Óhætt er að segja að biðin hafi verið þess virði en Radiohead fór með tónleikagesti í tónlistarlegt ferðalag um feril sinn sem nær aftur til níunda áratugs síðustu aldar. Frá því að platan OK Computer kom út árið 1997 hefur Radiohead verið efst á baugi tónlistarheimsins og því stórbrotið að fá þessa hljómsveit, sem sögð hefur verið hinir einu sönnu arftakar Bítlanna, til Íslands.Tónleikarnir með Radiohead voru geðveikir. Óskiljanlegt hvernig hægt er að eiga svona mörg góð lög gefin út á meira en 20 ára tímabili.— Atli Fannar (@atlifannar) June 18, 2016 Og tónleikagestir voru ekki sviknir. Thom Yorke, Jonny Greenwood, Phil Selway, Ed O’Brien og Colin Greenwood eru hvergi betri en þegar þeir stíga á svið og þegar Radiohead spilar á tónleikum fer einhver galdur af stað sem erfitt er að lýsa með orðum. Tónlistin verður ekki mikið fallegri en í laginu Weird Fishes/Arpeggi sem gaf tóninn eftir að Radiohead hafði rúllað í gegnum fimm lög af nýjustu pötu sinni, A Moon Shaped Pool í upphafi tónleikanna. Klassískir slagarar á borð við No Surprises, Reckoner og My Iron Lung fengu að hljóma áður farið var í gegnum hina heilögu Kid A þrenningu sem hófst á National Anthem og lauk með Idioteque fyrir fyrsta uppklapp.The crowd was enjoying #Radiohead tonight https://t.co/bHjI2LzGiz— Laufey (@laufeygunn) June 18, 2016 Við það var eins og áhorfendur, og mögulega einnig Thom Yorke og félagar, hafi áttað sig á því að stutt væri eftir af tónleikunum. Eftir uppklöppin settu þeir einfaldlega allt í gang og tóku sín þekktustu lög, Paranoid Android, Karma Police og Creep. Við það trylltist allt og var sérstaklega vel tekið í það þegar Thom Yorke tók lengri útgáfu af Karma Police með áhorfendaskaranum sem tók gríðarlega vel undir. Þakið ætlaði svo bókstaflega að rifna af höllinni þegar talið var í Creep en afar sjaldgæft er að lagið fái að hljóma á tónleikum Radiohead á seinni árum.Samband Radiohead við lagið er stormasamt en Thom Yorke hefur átt það til að hella sér yfir þá áhorfendur sem biðja um lagið á tónleikum. Nú er öldin önnur og flutning hljómsveitarinnar á þessu goðsagnakennda lagi var stórbrotinn og frábær endapunktur á mögnuðum tónleikum. Hljómsveitin hefur, líkt og áður sagði, verið starfandi í hartnær þrjátíu ár. Hljómsveitir sem starfa svo lengi deyja oft hægum dauðdaga en tónleikarnir í gær voru merki um það að Radiohead er á ákveðnum hátindi, engin hljómsveit af samsvarandi stærð og frægð er að gera það sem þeir eru að gera. Það jafnast fáar sveitir í tónlistarsögunni á við Radiohead og það sást bersýnilega á tónleikunum í gær.Einnig: Thom Yorke er something else. Hann kom eiginlega á óvart í kvöld, ef það var þá hægt. Algjört séní.— Kristján Atli (@kristjanatli) June 18, 2016
Tónlist Tengdar fréttir Andri Snær „á heimavelli“ á Secret Solstice Andri segist vera mikill og tryggur Radiohead aðdáandi og aðdáun hans hafi náð mestum hæðum með útgáfu plötunnar Kid a. 17. júní 2016 21:40 Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö ár Breska sveitin Radiohead er nú á tónleikaferðalagi og spilar til að mynda á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum nú í júní. 24. maí 2016 20:55 Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Sjá meira
Andri Snær „á heimavelli“ á Secret Solstice Andri segist vera mikill og tryggur Radiohead aðdáandi og aðdáun hans hafi náð mestum hæðum með útgáfu plötunnar Kid a. 17. júní 2016 21:40
Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö ár Breska sveitin Radiohead er nú á tónleikaferðalagi og spilar til að mynda á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum nú í júní. 24. maí 2016 20:55