Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2016 17:16 Veiðikona mundar stöngina í Blöndu en Blanda hefur gefið 302 laxa í sumar. Mynd: Árni Baldursson Landssamband Veiðifélaga heldur úti vefsíðunni www.angling.is og þar eru veiðitölur uppfærðar vikulega yfir veiðitímann. Fyrstu tölur eru komnar inná síðuna og það er óhætt að segja að þær séu áhugaverðar. Efst á listanum er Blanda með 302 laxa. Á sama tíma í fyrra var veiðin 59 laxar og heildarveiðin 4.829 laxar. Norðurá er í 213 löxum en var í 65 löxum í fyrra með heildarveiði uppá 2.886 laxa. Þverá og Kjarrá eru með 162 laxa bókaða en 62 á sama tíma í fyrra og þá með 2.364 laxa heildarveiði. Miðfjarðará er með 31 lax og Fnjóská 9 laxa. Þessi magnaða byrjun á sér ekki hliðstæðu og hvað þetta þýðir uppá framhaldið veit engin. Það verður bara að koma í ljós og klárlega kemur það í ljós á Jónsmessustraumnum og dagana þar á eftir en þá eiga veiðimenn von á fyrstu stóru smálaxagöngunum. Það hefur alveg gerst áður að það hafi komið sterkar göngur í byrjun og svo ekkert, eins að sumarið hafi verið rólegt fram í endan júlí og þá hafi komið stórar göngur en verið bara svona seint á ferðinni. Það er alveg klárt að tveggja ára laxinn er að koma feykilega vel haldinn úr sjó og stærðirnar á göngunum benda til þess að afföll hafi verið mun minni en venjulega og að fæðuframboð hafi verið gott. Gefum okkur það að þessi vetur hafi verið eins árs laxinum góður eigum við líklega von á góðu sumri. Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði
Landssamband Veiðifélaga heldur úti vefsíðunni www.angling.is og þar eru veiðitölur uppfærðar vikulega yfir veiðitímann. Fyrstu tölur eru komnar inná síðuna og það er óhætt að segja að þær séu áhugaverðar. Efst á listanum er Blanda með 302 laxa. Á sama tíma í fyrra var veiðin 59 laxar og heildarveiðin 4.829 laxar. Norðurá er í 213 löxum en var í 65 löxum í fyrra með heildarveiði uppá 2.886 laxa. Þverá og Kjarrá eru með 162 laxa bókaða en 62 á sama tíma í fyrra og þá með 2.364 laxa heildarveiði. Miðfjarðará er með 31 lax og Fnjóská 9 laxa. Þessi magnaða byrjun á sér ekki hliðstæðu og hvað þetta þýðir uppá framhaldið veit engin. Það verður bara að koma í ljós og klárlega kemur það í ljós á Jónsmessustraumnum og dagana þar á eftir en þá eiga veiðimenn von á fyrstu stóru smálaxagöngunum. Það hefur alveg gerst áður að það hafi komið sterkar göngur í byrjun og svo ekkert, eins að sumarið hafi verið rólegt fram í endan júlí og þá hafi komið stórar göngur en verið bara svona seint á ferðinni. Það er alveg klárt að tveggja ára laxinn er að koma feykilega vel haldinn úr sjó og stærðirnar á göngunum benda til þess að afföll hafi verið mun minni en venjulega og að fæðuframboð hafi verið gott. Gefum okkur það að þessi vetur hafi verið eins árs laxinum góður eigum við líklega von á góðu sumri.
Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði