Tvöfalt meiri sala hjá ÁTVR í gær en á venjulegum þriðjudegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 13:59 Í gær seldust 84 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum en seinasta þriðjudag voru þeir 40 þúsund. Vísir/GVA „Ef þú miðar við þriðjudaginn 7. júní þá var tvisvar sinnum meiri sala í gær í Vínbúðunum. Þá seldust 40 þúsund lítrar en í gær seldust 84 þúsund lítrar þannig að þetta er tvöföldun miðað við hefðbundinn þriðjudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR aðspurð um hvort ekki hafi verið meira að gera í Vínbúðunum í gær heldur en á venjulegum þriðjudegi út af landsleik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu.Frá Vínbúðinni í Austurstræti í gær rétt fyrir klukkan 18.vísirÞannig var til að mynda troðfullt í Vínbúðinni í Austurstræti þegar blaðamaður Vísis var þar á ferðinni rétt fyrir klukkan 18 í gær en Sigrún segir að mögulegt sé að þar hafi verið meiri traffík en í öðrum verslunum þar sem hún sé niðri í bæ, það hafi verið gott veður og jú vissulega landsleikurinn á risaskjá á Ingólfstorgi. Dagurinn í gær var þó langt því frá eins og venjulegur laugardagur því sölutölur ÁTVR frá seinasta laugardegi 11. júní þegar 145 þúsund lítrar af áfengi seldust. Næsta laugardag, 18. júní, mætir landsliðið Ungverjalandi en ÁTVR gerir svo sem engar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er næsta helgi stærri söluhelgi en sú seinasta einfaldlega vegna þess að 17. júní er á föstudegi og því um langa helgi að ræða fyrir marga. „Við fókuserum bara á það að halda vöruflæðinu og eiga til þær vörur sem viðskiptavinirnir vilja. En við gerum í rauninni bara ráð fyrir að þetta sé annasöm vika, ekkert endilega út af landsleikjunum, en jú ég held að það sé engin spurning að leikurinn í gær hafi haft einhver áhrif á söluna,“ segir Sigrún. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00 Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
„Ef þú miðar við þriðjudaginn 7. júní þá var tvisvar sinnum meiri sala í gær í Vínbúðunum. Þá seldust 40 þúsund lítrar en í gær seldust 84 þúsund lítrar þannig að þetta er tvöföldun miðað við hefðbundinn þriðjudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR aðspurð um hvort ekki hafi verið meira að gera í Vínbúðunum í gær heldur en á venjulegum þriðjudegi út af landsleik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu.Frá Vínbúðinni í Austurstræti í gær rétt fyrir klukkan 18.vísirÞannig var til að mynda troðfullt í Vínbúðinni í Austurstræti þegar blaðamaður Vísis var þar á ferðinni rétt fyrir klukkan 18 í gær en Sigrún segir að mögulegt sé að þar hafi verið meiri traffík en í öðrum verslunum þar sem hún sé niðri í bæ, það hafi verið gott veður og jú vissulega landsleikurinn á risaskjá á Ingólfstorgi. Dagurinn í gær var þó langt því frá eins og venjulegur laugardagur því sölutölur ÁTVR frá seinasta laugardegi 11. júní þegar 145 þúsund lítrar af áfengi seldust. Næsta laugardag, 18. júní, mætir landsliðið Ungverjalandi en ÁTVR gerir svo sem engar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er næsta helgi stærri söluhelgi en sú seinasta einfaldlega vegna þess að 17. júní er á föstudegi og því um langa helgi að ræða fyrir marga. „Við fókuserum bara á það að halda vöruflæðinu og eiga til þær vörur sem viðskiptavinirnir vilja. En við gerum í rauninni bara ráð fyrir að þetta sé annasöm vika, ekkert endilega út af landsleikjunum, en jú ég held að það sé engin spurning að leikurinn í gær hafi haft einhver áhrif á söluna,“ segir Sigrún.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00 Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00
Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38