Ólafur Ragnar á leið á EM: Hætti að spá eftir jafnteflið gegn Frökkum '98 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2016 18:04 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi annað kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á leið til Frakklands ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Verða þau viðstödd fyrsta leik Íslands á EM, gegn Portúgal í St. Etienne. Ólafur segir leikinn sögulega stund fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu en vill þó ekki spá fyrir úrslit leiksins. Ólafur Ragnar hefur sem forseti upplifað marga af stærstu sigrum íslenskrar íþróttahreyfingar í gegnum tíðina og ber þar helst að nefna silfrið fræga á Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. Ólafur Ragnar segir að allir furði sig á þeim góða árangri sem Ísland hefur náð á vettvangi íþróttanna undanfarin ár. „Ég veit, eftir samræður mínar við marga víða úr veröldinni að mönnum er það undrunarefni að svona fámenn þjóð skuli geta skilað öflugum liðum í svona mörgum greinum,“ segir Ólafur Ragnar og vísar þar til árangurs landsliða okkar í handbolta, fótbolta og körfubolta. Ólafur telur þó að leikurinn á morgun verði sögulegt stund og þá ekki eingöngu fyrir íslensku þjóðina.Ólafur Ragnar var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ólafur Ragnar var mættur til Kína árið 2008 til að að fylgjast með handboltalandsliðinu þegar það nældi í silfrið góða.Vísir/Vilhelm„Þessi stund á morgun hún er söguleg, ekki bara fyrir Íslendinga heldur einnig fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu. Í henni felst mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna. í henni felst hvatnig fyrir smáar og miðlungsstórar þjóðir um hvað þær geta gert,“ segir Ólafur Ragnar og er með svar á reiðum höndum hvað geti útskýrt þennan undraverða árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef séð mjög skemmtileg línurit þar sem eru tvær línur. Annars vegar fermetrafjöldi í upphituðum knattspyrnuhöllum sem byggðar hafa verið á síðustu 20 árum, hin línan sýnir sess íslenska landsliðsins á stigatöflu FIFA. Þessar línar fylgjast algjörlega að,“ segir Ólafur Ragnar sem vísar þó einnig til komu Lars Lagerback hingað til lands ásamt markvissri þjálfun og ástundun.Allir héldu að Frakkland færi létt með Ísland árið 1998Ólafur segir ljóst að aðrar þjóðir séu að fylgjast með íslenska landsliðinu og þeim árangri sem hér hafi náðst á undanförnum árum. „Í öðrum löndum hefur fótboltinn auðvitað mikinn sess en alþjóðlega finnst mönnum nú, og það urðu þáttaskil þegar karlalandsliðið komst á EM, þetta vera galdur sem þeir vilja skilja í sínum heimalöndum. Þetta eru ekki bara ýkjusögur og sjálfshól í okkur hér heima, þetta er atburðarrás og árangur sem hinn alþjóðlega íþróttahreyfing horfir á og af mikilli athygli til þess að læra,“ segir Ólafur. Hann vill þó ekki spá fyrir um úrslit leiksins á morgun og segist hafa hætt að spá eftir að Ísland gerði jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands árið 1998. „Ég skal segja þér hvenær ég hætti að spá. Það var hérna fyrir nokkrum árum þegar franska landsliðið, eftir að hafa orðið heimsmeistari kom til Íslands. Fyrsti leikurinn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Þeir komu beint til Íslands eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í forsetahöllinni í París. Við spáðum allir að þeir myndu vinna en við vitum allir hvernig leikurinn fór. Það var hið stóra sjokk að hinir orðuskreyttu heimsmeistarar náðu ekki að sigra Íslenska landsliðið. Eftir þann leik hætti ég að spá.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er á leið til Frakklands ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Verða þau viðstödd fyrsta leik Íslands á EM, gegn Portúgal í St. Etienne. Ólafur segir leikinn sögulega stund fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu en vill þó ekki spá fyrir úrslit leiksins. Ólafur Ragnar hefur sem forseti upplifað marga af stærstu sigrum íslenskrar íþróttahreyfingar í gegnum tíðina og ber þar helst að nefna silfrið fræga á Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. Ólafur Ragnar segir að allir furði sig á þeim góða árangri sem Ísland hefur náð á vettvangi íþróttanna undanfarin ár. „Ég veit, eftir samræður mínar við marga víða úr veröldinni að mönnum er það undrunarefni að svona fámenn þjóð skuli geta skilað öflugum liðum í svona mörgum greinum,“ segir Ólafur Ragnar og vísar þar til árangurs landsliða okkar í handbolta, fótbolta og körfubolta. Ólafur telur þó að leikurinn á morgun verði sögulegt stund og þá ekki eingöngu fyrir íslensku þjóðina.Ólafur Ragnar var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ólafur Ragnar var mættur til Kína árið 2008 til að að fylgjast með handboltalandsliðinu þegar það nældi í silfrið góða.Vísir/Vilhelm„Þessi stund á morgun hún er söguleg, ekki bara fyrir Íslendinga heldur einnig fyrir alþjóðlega íþróttahreyfingu. Í henni felst mikil hvatning fyrir íþróttahreyfinguna. í henni felst hvatnig fyrir smáar og miðlungsstórar þjóðir um hvað þær geta gert,“ segir Ólafur Ragnar og er með svar á reiðum höndum hvað geti útskýrt þennan undraverða árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef séð mjög skemmtileg línurit þar sem eru tvær línur. Annars vegar fermetrafjöldi í upphituðum knattspyrnuhöllum sem byggðar hafa verið á síðustu 20 árum, hin línan sýnir sess íslenska landsliðsins á stigatöflu FIFA. Þessar línar fylgjast algjörlega að,“ segir Ólafur Ragnar sem vísar þó einnig til komu Lars Lagerback hingað til lands ásamt markvissri þjálfun og ástundun.Allir héldu að Frakkland færi létt með Ísland árið 1998Ólafur segir ljóst að aðrar þjóðir séu að fylgjast með íslenska landsliðinu og þeim árangri sem hér hafi náðst á undanförnum árum. „Í öðrum löndum hefur fótboltinn auðvitað mikinn sess en alþjóðlega finnst mönnum nú, og það urðu þáttaskil þegar karlalandsliðið komst á EM, þetta vera galdur sem þeir vilja skilja í sínum heimalöndum. Þetta eru ekki bara ýkjusögur og sjálfshól í okkur hér heima, þetta er atburðarrás og árangur sem hinn alþjóðlega íþróttahreyfing horfir á og af mikilli athygli til þess að læra,“ segir Ólafur. Hann vill þó ekki spá fyrir um úrslit leiksins á morgun og segist hafa hætt að spá eftir að Ísland gerði jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakklands árið 1998. „Ég skal segja þér hvenær ég hætti að spá. Það var hérna fyrir nokkrum árum þegar franska landsliðið, eftir að hafa orðið heimsmeistari kom til Íslands. Fyrsti leikurinn eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Þeir komu beint til Íslands eftir að forseti Frakklands hafði sæmt þá alla sérstakri heiðursorðu í forsetahöllinni í París. Við spáðum allir að þeir myndu vinna en við vitum allir hvernig leikurinn fór. Það var hið stóra sjokk að hinir orðuskreyttu heimsmeistarar náðu ekki að sigra Íslenska landsliðið. Eftir þann leik hætti ég að spá.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira