Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 14:30 Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. Þá vill hún að forseti sé gæslumaður lýðræðis í landinu og að hennar er lýðræðinu best komið með nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Hildur er sjötti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurð segist Hildur vera mjög hrifin af nýju stjórnarskránni sem stjórnlagaráð setti saman á sínum tíma. „Ég treysti stjórnlagaráði fullkomlega til að gera nýja stjórnarskrá og mér finnst þessi nýja stjórnarskrá mjög flott og þó hún sé ekki alveg 100 prósent fullkomin þá er það allt í lagi. Eftir 10 ár þá munum við endurskoða hana því það er hollt að endurskoða stjórnarskrá á tíu ára fresti eða þegar þörf gerist. Þá slípum við bara af henni þá vankanta ef einhverjir eru,“ segir Hildur. Hún segir nýju stjórnarskrána „100 þúsund sinnum betri“ en gömlu stjórnarskrána og það sé ekki slæmt að setja nýja stjórnarskrá og ætla að leyfa því að reddast. „Nei, þetta þarf ekkert að reddast. Nýja stjórnarskráin er 100 þúsund sinnum betri en gamla stjórnarskráin því gamla stjórnarskráin er konungsstjórnarskrá. Þar er konungurinn efstur, svo kemur þingið og svo kemur fólkið. Þetta er svona lóðréttur valdastrúktúr en nýja stjórnarskráin er láréttur valdastrúktúr þannig að fólkið er fremst í mannréttindakaflanum, þá kemur Alþingi og svo kemur framkvæmdavaldið.“ Hildur segir mikilvægt að greina á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds til að geta komið á friði á Alþingi. Þá vill hún sjá meiri samvinnu á þingi. En hvernig gæti hún sem forseti beitt sér fyrir því að nýja stjórnarskráin yrði tekin í gagnið ef í landinu væri ríkisstjórn sem ekki vildi nýju stjórnarskrána? „Ég sem forseti gæti það ekki. Ég vona bara að þjóðin beri gæfu til þess að kjósa fólk sem vill nýja stjórnarskrá. Ég óska þess svo heitt og innilega af því að mér finnst nýja stjórnarskráin vera næsta skref.“ Viðtalið við Hildi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. Þá vill hún að forseti sé gæslumaður lýðræðis í landinu og að hennar er lýðræðinu best komið með nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Hildur er sjötti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurð segist Hildur vera mjög hrifin af nýju stjórnarskránni sem stjórnlagaráð setti saman á sínum tíma. „Ég treysti stjórnlagaráði fullkomlega til að gera nýja stjórnarskrá og mér finnst þessi nýja stjórnarskrá mjög flott og þó hún sé ekki alveg 100 prósent fullkomin þá er það allt í lagi. Eftir 10 ár þá munum við endurskoða hana því það er hollt að endurskoða stjórnarskrá á tíu ára fresti eða þegar þörf gerist. Þá slípum við bara af henni þá vankanta ef einhverjir eru,“ segir Hildur. Hún segir nýju stjórnarskrána „100 þúsund sinnum betri“ en gömlu stjórnarskrána og það sé ekki slæmt að setja nýja stjórnarskrá og ætla að leyfa því að reddast. „Nei, þetta þarf ekkert að reddast. Nýja stjórnarskráin er 100 þúsund sinnum betri en gamla stjórnarskráin því gamla stjórnarskráin er konungsstjórnarskrá. Þar er konungurinn efstur, svo kemur þingið og svo kemur fólkið. Þetta er svona lóðréttur valdastrúktúr en nýja stjórnarskráin er láréttur valdastrúktúr þannig að fólkið er fremst í mannréttindakaflanum, þá kemur Alþingi og svo kemur framkvæmdavaldið.“ Hildur segir mikilvægt að greina á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds til að geta komið á friði á Alþingi. Þá vill hún sjá meiri samvinnu á þingi. En hvernig gæti hún sem forseti beitt sér fyrir því að nýja stjórnarskráin yrði tekin í gagnið ef í landinu væri ríkisstjórn sem ekki vildi nýju stjórnarskrána? „Ég sem forseti gæti það ekki. Ég vona bara að þjóðin beri gæfu til þess að kjósa fólk sem vill nýja stjórnarskrá. Ég óska þess svo heitt og innilega af því að mér finnst nýja stjórnarskráin vera næsta skref.“ Viðtalið við Hildi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00
Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30