Fjögur dauðaslys í Isle of Man TT Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 09:22 Eins og á fyrri árum krefst hin hættulega mótorhjólaaksturskeppni Isle of Man TT margra mannslífa. Í ár eru þau nú orðin fjögur talsins og 251. og 252. dauðsfallið í keppninni frá upphafi. Svo virðist sem afar hættulegt sé að aka á mótorhjólum með hliðarvagni, en tveir hafa látist í keppninni í ár sem ekið hafa slíku hjóli. Bretinn Ian Bell lést í gær við akstur þannig hjóls en sonur hans, sem sat í hliðarvagninum slasaðist einnig illa. Í gær lést líka 32 ára ástralskur ökumaður við keppni í Senior TT race keppninni en sú keppni er ávallt sú síðasta á dagskrá Isle of Man TT race. Nýtt hraðamet var reyndar sett um helgina, en Michael Dunlop, sem náði fyrstur manna undir 17 mínútur á 61 km langri brautinni, bætti eigið met frá því fyrr í vikunni og fór leiðina á 16 mínútum og 53,9 sekúndum. Bætti hann eigin mettíma um tæplega 5 sekúndur. Í myndskeiðinu að ofan má sjá akstur Michael Dunlop er hann setti nýtt brautarmet um helgina. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent
Eins og á fyrri árum krefst hin hættulega mótorhjólaaksturskeppni Isle of Man TT margra mannslífa. Í ár eru þau nú orðin fjögur talsins og 251. og 252. dauðsfallið í keppninni frá upphafi. Svo virðist sem afar hættulegt sé að aka á mótorhjólum með hliðarvagni, en tveir hafa látist í keppninni í ár sem ekið hafa slíku hjóli. Bretinn Ian Bell lést í gær við akstur þannig hjóls en sonur hans, sem sat í hliðarvagninum slasaðist einnig illa. Í gær lést líka 32 ára ástralskur ökumaður við keppni í Senior TT race keppninni en sú keppni er ávallt sú síðasta á dagskrá Isle of Man TT race. Nýtt hraðamet var reyndar sett um helgina, en Michael Dunlop, sem náði fyrstur manna undir 17 mínútur á 61 km langri brautinni, bætti eigið met frá því fyrr í vikunni og fór leiðina á 16 mínútum og 53,9 sekúndum. Bætti hann eigin mettíma um tæplega 5 sekúndur. Í myndskeiðinu að ofan má sjá akstur Michael Dunlop er hann setti nýtt brautarmet um helgina.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent