Fjögur dauðaslys í Isle of Man TT Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 09:22 Eins og á fyrri árum krefst hin hættulega mótorhjólaaksturskeppni Isle of Man TT margra mannslífa. Í ár eru þau nú orðin fjögur talsins og 251. og 252. dauðsfallið í keppninni frá upphafi. Svo virðist sem afar hættulegt sé að aka á mótorhjólum með hliðarvagni, en tveir hafa látist í keppninni í ár sem ekið hafa slíku hjóli. Bretinn Ian Bell lést í gær við akstur þannig hjóls en sonur hans, sem sat í hliðarvagninum slasaðist einnig illa. Í gær lést líka 32 ára ástralskur ökumaður við keppni í Senior TT race keppninni en sú keppni er ávallt sú síðasta á dagskrá Isle of Man TT race. Nýtt hraðamet var reyndar sett um helgina, en Michael Dunlop, sem náði fyrstur manna undir 17 mínútur á 61 km langri brautinni, bætti eigið met frá því fyrr í vikunni og fór leiðina á 16 mínútum og 53,9 sekúndum. Bætti hann eigin mettíma um tæplega 5 sekúndur. Í myndskeiðinu að ofan má sjá akstur Michael Dunlop er hann setti nýtt brautarmet um helgina. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Eins og á fyrri árum krefst hin hættulega mótorhjólaaksturskeppni Isle of Man TT margra mannslífa. Í ár eru þau nú orðin fjögur talsins og 251. og 252. dauðsfallið í keppninni frá upphafi. Svo virðist sem afar hættulegt sé að aka á mótorhjólum með hliðarvagni, en tveir hafa látist í keppninni í ár sem ekið hafa slíku hjóli. Bretinn Ian Bell lést í gær við akstur þannig hjóls en sonur hans, sem sat í hliðarvagninum slasaðist einnig illa. Í gær lést líka 32 ára ástralskur ökumaður við keppni í Senior TT race keppninni en sú keppni er ávallt sú síðasta á dagskrá Isle of Man TT race. Nýtt hraðamet var reyndar sett um helgina, en Michael Dunlop, sem náði fyrstur manna undir 17 mínútur á 61 km langri brautinni, bætti eigið met frá því fyrr í vikunni og fór leiðina á 16 mínútum og 53,9 sekúndum. Bætti hann eigin mettíma um tæplega 5 sekúndur. Í myndskeiðinu að ofan má sjá akstur Michael Dunlop er hann setti nýtt brautarmet um helgina.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent