Innlent

Sólríkt á Norðurlandi í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd fengin af vedur.is.
Mynd fengin af vedur.is.
Sólríkt verður á öllu Norðurlandi í dag en skýjað sunnantil. Hiti getur farið upp í allt að 18 stig en gætir nokkurs vinds eða norðaustan 3-13 vindstig, hvassast við sjóinn norðvestanlands og syðst. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

„Dálítil súld austanlands og hiti 4 til 10 stig. Annars skýjað með köflum og hiti 10 til 18 stig að deginum. Hiti nálægt frostmarki inn til landsins N- og A-lands í nótt. Svipað veður á morgun,“ segir í spá dagsins í dag.

Samkvæmt veðurkortinu verður sólríkara á morgun heldur en í dag þó ekki hlýni neitt. Vindurinn heldur sig hægan en gera má ráð fyrir skúrum til landsins einkum síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:

Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir til landsins, einkum síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, svalast austanlands.

Á föstudag:

Útlit fyrir norðan 5-10. Skýjaðog hiti 5 til 10 stig norðan- og austanlands og rigning NA-til en annars skýjað með köflum og hiti 10 til 18 stig.

Á laugardag:

Suðaustan 10-18, hvassast og rigning sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á sunnudag:

Sunnan 5-13 og rigning um allt sunnan- og vestanvert landið og hiti 9 til 13 stig en þurrt á Norðausturhorninu og allt að 20 stiga hiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×