Hæstiréttur hafnaði flýtimeðferð dómsmáls um búvörusamning Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júní 2016 20:12 vísir/stefán Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmál Félags atvinnurekenda gegn íslenska ríkinu og Bændasamtökunum fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi. Félag atvinnurekenda hyggst höfða mál á hendur áðurnefndum aðilum til viðurkenningar á því að samningur þeirra um starfsskilyrði nautgriparæktar, frá febrúar í ár, sé ólögmætur. Til vara er þess krafist að greinar samningsins um verðupplagsfærslu, verðlagningu og tollvernd verði dæmdar ólögmætar. Nýr búvörusamningur var undirritaður í febrúar en samningurinn hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi. Í bréfi lögmanns Félags atvinnurekenda virðist hafa verið byggt á því að búvörusamningurinn yrði samþykktur fyrir sumarleyfi þingsins en svo var ekki. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enn sé óvíst hver afdrif frumvarps um breytingar á búvörulögum verða og samhliða því afdrif samningsins sem undirritaður var af ríkinu „fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis“. „Sóknaraðili er ekki aðili að þeim samningi sem fyrirhuguð málsókn hans lýtur að. Að teknu tilliti til þess og annarra málsatvika hefur sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um þær kröfur sem hann hyggst tefla fram í fyrirhuguðu dómsmáli.“ Meðal annars af þeim sökum taldi dómurinn skilyrði flýtimeðferðar, samkvæmt lögum um meðferð einkamála, ekki uppfyllt. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31 Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45 Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmál Félags atvinnurekenda gegn íslenska ríkinu og Bændasamtökunum fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi. Félag atvinnurekenda hyggst höfða mál á hendur áðurnefndum aðilum til viðurkenningar á því að samningur þeirra um starfsskilyrði nautgriparæktar, frá febrúar í ár, sé ólögmætur. Til vara er þess krafist að greinar samningsins um verðupplagsfærslu, verðlagningu og tollvernd verði dæmdar ólögmætar. Nýr búvörusamningur var undirritaður í febrúar en samningurinn hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi. Í bréfi lögmanns Félags atvinnurekenda virðist hafa verið byggt á því að búvörusamningurinn yrði samþykktur fyrir sumarleyfi þingsins en svo var ekki. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enn sé óvíst hver afdrif frumvarps um breytingar á búvörulögum verða og samhliða því afdrif samningsins sem undirritaður var af ríkinu „fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis“. „Sóknaraðili er ekki aðili að þeim samningi sem fyrirhuguð málsókn hans lýtur að. Að teknu tilliti til þess og annarra málsatvika hefur sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um þær kröfur sem hann hyggst tefla fram í fyrirhuguðu dómsmáli.“ Meðal annars af þeim sökum taldi dómurinn skilyrði flýtimeðferðar, samkvæmt lögum um meðferð einkamála, ekki uppfyllt. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31 Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45 Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31
Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45
Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45