Isle of Man TT metið eru hröðustu 17 mínútur í þínu lífi Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 15:33 Um síðustu helgi féll metið í hinum brjáluðu mótorhjólakeppninnar Isle of Man TT. Þar er keppnisleiðin um 61 kólómetra löng. Þar fór Michael Dunlop fyrstur manna undir 17 mínútna múrinn og náði tímanum 16 mínútum og 58,254 sekúndum. Þessi keppni fer fram á hefðbundnum vegum eyjarinnar gegnum þorp og sveitir og vanalega er talsvert um áhorfendur við hlið þeirra. Á leið sinni að metinu var meðalhraði hans 214,6 km/klst. og víst má telja að oft hafi hraði hans verið um 300 km/klst, en margar krappar beygjur eru á leiðinni. Taka þarf sérstaklega fram að í myndskeiðinu að ofan er það ekki spilað á auknum hraða, þetta er hinn raunverulegi hraði Dunlop á leið sinni að metinu. Það þarf djarfan mann til að aka með þessum hætti. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent
Um síðustu helgi féll metið í hinum brjáluðu mótorhjólakeppninnar Isle of Man TT. Þar er keppnisleiðin um 61 kólómetra löng. Þar fór Michael Dunlop fyrstur manna undir 17 mínútna múrinn og náði tímanum 16 mínútum og 58,254 sekúndum. Þessi keppni fer fram á hefðbundnum vegum eyjarinnar gegnum þorp og sveitir og vanalega er talsvert um áhorfendur við hlið þeirra. Á leið sinni að metinu var meðalhraði hans 214,6 km/klst. og víst má telja að oft hafi hraði hans verið um 300 km/klst, en margar krappar beygjur eru á leiðinni. Taka þarf sérstaklega fram að í myndskeiðinu að ofan er það ekki spilað á auknum hraða, þetta er hinn raunverulegi hraði Dunlop á leið sinni að metinu. Það þarf djarfan mann til að aka með þessum hætti.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent