Lax-Á tryggir sér Leirvogsá frá 2017 Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2016 10:00 Leirvogsá var í útboði nýlega og orðrómur var um að áin myndi líklega skipta um hendur eftir þetta tímabil. Sá orðrómur er staðfestur með tilkynningu frá Lax-Á sem hefur samið um leigu á Leirvogsá frá 2017 til fjögurra ára. Leirvogsá hefur notið mikilla vinsælda í mörg ár og hefur veiðin í henni oft verið geysilega góð á aðeins tvær stangir en áin hefur líka verið griðastaður þeirra sem vilja veiða á maðk. Maðkveiði er þó víðast hvar á undanhaldi og verður svo einnig í Leirvogsá eins og tekið er fram í tilkynningunni frá Lax-Á og mun það líklega draga að fleiri veiðimenn sem eingöngu veiða á flugu. Áin er enda mjög skemmtileg sem nett fluguveiðiá. Fréttatilkynningin frá Lax-Á er svohljóðandi:"Stangveiðifélaginu Lax-Á er ánægja að tilkynna undirritun samnings um leigu á Leirvogsá til fjögurra ára frá og með sumrinu 2017.Leirvogsá hefur lengi skipað sér sess á meðal bestu laxveiðiáa Íslands og er meðalveiði á stöng þar með því besta sem þekkist. Það er von okkar að á næstu árum nái hún að festa sig í sessi sem besta tveggja stanga á landsins.Örlitlar breytingar verða gerðar á veiðitilhögun.Frá og með sumrinu 2017 verður áin eingöngu veidd með flugu og sleppskylda verður á laxi yfir 70cm, hóflegur kvóti verður á smálax á stöng á dag.Við bjóðum veiðimenn velkomna á bakka Leirvogsár sumarið 2017.Stangveiðifélagið Lax-Á" Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði
Leirvogsá var í útboði nýlega og orðrómur var um að áin myndi líklega skipta um hendur eftir þetta tímabil. Sá orðrómur er staðfestur með tilkynningu frá Lax-Á sem hefur samið um leigu á Leirvogsá frá 2017 til fjögurra ára. Leirvogsá hefur notið mikilla vinsælda í mörg ár og hefur veiðin í henni oft verið geysilega góð á aðeins tvær stangir en áin hefur líka verið griðastaður þeirra sem vilja veiða á maðk. Maðkveiði er þó víðast hvar á undanhaldi og verður svo einnig í Leirvogsá eins og tekið er fram í tilkynningunni frá Lax-Á og mun það líklega draga að fleiri veiðimenn sem eingöngu veiða á flugu. Áin er enda mjög skemmtileg sem nett fluguveiðiá. Fréttatilkynningin frá Lax-Á er svohljóðandi:"Stangveiðifélaginu Lax-Á er ánægja að tilkynna undirritun samnings um leigu á Leirvogsá til fjögurra ára frá og með sumrinu 2017.Leirvogsá hefur lengi skipað sér sess á meðal bestu laxveiðiáa Íslands og er meðalveiði á stöng þar með því besta sem þekkist. Það er von okkar að á næstu árum nái hún að festa sig í sessi sem besta tveggja stanga á landsins.Örlitlar breytingar verða gerðar á veiðitilhögun.Frá og með sumrinu 2017 verður áin eingöngu veidd með flugu og sleppskylda verður á laxi yfir 70cm, hóflegur kvóti verður á smálax á stöng á dag.Við bjóðum veiðimenn velkomna á bakka Leirvogsár sumarið 2017.Stangveiðifélagið Lax-Á"
Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði