Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 11:24 Mercedes Benz GLE. Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent