Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2016 15:53 Guðni vonar að atvik eins og það sem varð í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags endurtaki sig ekki. vísir Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“ Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“
Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07