Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Bjarki Ármannsson skrifar 28. júní 2016 11:07 Samtökin No Borders deila myndbandi frá atburðum næturinnar. Tveimur ungum íröskum hælisleitendum var í nótt vísað úr landi og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altars í Laugarneskirkju í Reykjavík, þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir að kirkjan hafi verið opin mönnunum tveimur í nótt til að tjá samstöðu með þeim og vekja athygli á aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málefnum einstakra hælisleitenda. Starfsfólk kirkjunnar hafi lengi haft áhuga á því að láta reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað. „Við vildum sjá hvort það væri hægt að virkja þessa hugmynd, ekki síst til þess að reyna að þrýsta á um breytt verklag í sambandi við meðferð umsókna hælisleitenda,“ segir Kristín. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm í nótt en þá höfðu um þrjátíu manns beðið í kirkjunni í klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndbönd sem Baldvin Björgvinsson tók og Vísir hefur klippt saman sýna lögreglumenn fylgja mönnunum út úr kirkjunni.Þó lögregla hafi, að sögn Kristínu, ekki mætt neinni mótspyrnu viðstadda heyrast nokkrir kalla að lögreglu þegar þeim Alí og Majed er fylgt út. Kristín segir að það hafi vissulega verið erfitt að horfa upp á brottvísunina.Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.„Þegar þeir komu, vorum við búin að mynda bænahring og þaðan voru þeir dregnir,“ segir hún. „Fólk var mjög slegið og miður sín þegar það kom að þessu. Þegar lögreglan kom og bað þá um að koma með sér og mennirnir brugðust ekki strax við, þá voru þeir eiginlega bara dregnir burtu og snúnir niður fyrir utan kirkjuna. Ég veit að þetta hafði mjög sterk áhrif á fólk.“ Kristín segir skipuleggjendur samverustundarinnar í nótt hafa viljað láta reyna á þetta, þó þau hafi í raun ekki búist við því að þetta færi öðruvísi. Þau hafi þó náð að útskýra mál sitt fyrir lögreglu og ljóst er að gjörningurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á samskipta- og fjölmiðlum. Ekki eru allir þar sammála nálgun Kristínar og Toshiki Toma, presti innflytjenda, og ganga sumir svo langt að segja að þau hvetji til lögbrota. „Við mættum lögreglu með virðingu og drengirnir voru búnir að gefa lögreglu það upp að þeir yrðu þarna þegar það ætti að sækja þá,“ segir Kristín. „Og þarna vorum við bara komin til þess að sýna þeim stuðning. Við erum alls ekki að hefja okkur yfir landslög en við viljum hvetja til meiri ábyrgðar og meiri sanngirni í meðferð yfirvalda í útlendingamálum. Hún er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin.“ Mennirnir tengjast Laugarneskirkju í gegnum starf kirkjunnar með hælisleitendum síðasta eina og hálfa árið. Kristín segir það koma til greina að reyna þetta á ný síðar. Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Tveimur ungum íröskum hælisleitendum var í nótt vísað úr landi og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altars í Laugarneskirkju í Reykjavík, þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir að kirkjan hafi verið opin mönnunum tveimur í nótt til að tjá samstöðu með þeim og vekja athygli á aðgerðarleysi íslenskra yfirvalda í málefnum einstakra hælisleitenda. Starfsfólk kirkjunnar hafi lengi haft áhuga á því að láta reyna á hugmyndina um kirkjuna sem griðastað. „Við vildum sjá hvort það væri hægt að virkja þessa hugmynd, ekki síst til þess að reyna að þrýsta á um breytt verklag í sambandi við meðferð umsókna hælisleitenda,“ segir Kristín. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm í nótt en þá höfðu um þrjátíu manns beðið í kirkjunni í klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndbönd sem Baldvin Björgvinsson tók og Vísir hefur klippt saman sýna lögreglumenn fylgja mönnunum út úr kirkjunni.Þó lögregla hafi, að sögn Kristínu, ekki mætt neinni mótspyrnu viðstadda heyrast nokkrir kalla að lögreglu þegar þeim Alí og Majed er fylgt út. Kristín segir að það hafi vissulega verið erfitt að horfa upp á brottvísunina.Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju.„Þegar þeir komu, vorum við búin að mynda bænahring og þaðan voru þeir dregnir,“ segir hún. „Fólk var mjög slegið og miður sín þegar það kom að þessu. Þegar lögreglan kom og bað þá um að koma með sér og mennirnir brugðust ekki strax við, þá voru þeir eiginlega bara dregnir burtu og snúnir niður fyrir utan kirkjuna. Ég veit að þetta hafði mjög sterk áhrif á fólk.“ Kristín segir skipuleggjendur samverustundarinnar í nótt hafa viljað láta reyna á þetta, þó þau hafi í raun ekki búist við því að þetta færi öðruvísi. Þau hafi þó náð að útskýra mál sitt fyrir lögreglu og ljóst er að gjörningurinn hefur þegar vakið nokkra athygli á samskipta- og fjölmiðlum. Ekki eru allir þar sammála nálgun Kristínar og Toshiki Toma, presti innflytjenda, og ganga sumir svo langt að segja að þau hvetji til lögbrota. „Við mættum lögreglu með virðingu og drengirnir voru búnir að gefa lögreglu það upp að þeir yrðu þarna þegar það ætti að sækja þá,“ segir Kristín. „Og þarna vorum við bara komin til þess að sýna þeim stuðning. Við erum alls ekki að hefja okkur yfir landslög en við viljum hvetja til meiri ábyrgðar og meiri sanngirni í meðferð yfirvalda í útlendingamálum. Hún er sannarlega ekki yfir gagnrýni hafin.“ Mennirnir tengjast Laugarneskirkju í gegnum starf kirkjunnar með hælisleitendum síðasta eina og hálfa árið. Kristín segir það koma til greina að reyna þetta á ný síðar.
Tengdar fréttir Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Lögregla mun þurfa að sækja hælisleitendur til altarsins Laugarneskirkja verður opin í nótt til að sýna tveimur íröskum hælisleitendum samstöðu. 27. júní 2016 17:34
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent