Íslenski boltinn

Nýráðinn þjálfari KR í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks

Willum hefur í nægu að snúast.
Willum hefur í nægu að snúast. vísir/
Willum Þór Þórsson, nýráðinn þjálfari KR, er í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks, en hann er þar meðstjórnandi samkvæmt heimasíðu Breiðabliks. Hann var ráðinn þjálfari KR út tímabilið í kvöld.

Hann tekur við af Bjarna Guðjónssyni og Guðmundi Benediktssyni, en þeim var sagt upp störfum um helgina eftir slakt gengi KR á leiktíðinni hingað til.

Willum tók sæti í stjórn Breiðabliks á aðalfundi knattspyrnudeildar þann 9. mars á þessu ári, en hann situr einnig á Alþingi sem þingmaður Framsóknarflokksins.

Hjá Breiðablik er hann meðstjórnandi í stjórn knattspyrnudeildar, en formaður er Borghildur Sigurðardóttir. Varaformaður er Vilhelm Þorsteinsson.

Ekki náðist í Borghildi Sigurðardóttir við vinnslu fréttarinnar, en rætt var við Willum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagðist ekki hafa getað sagt nei við uppeldisfélagið.

Líklegt er að Willum taki sér tímabundið frí frá stjórnarstörfum eða hætti alfarið.


Tengdar fréttir

Willum Þór tekur við KR-liðinu

Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×