Elísabet búin að kjósa: "Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2016 13:42 Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. Vísir/Anton Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00