Hæstiréttur vísar frá kæru vegna forsetakosninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júní 2016 12:30 Hæstiréttur vísar til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. vísir/gva Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Kæran beindist nánar tiltekið að þeim hluta atkvæðagreiðslunnar sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl til 25. maí eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Var þess því krafist í kærunni að sá hluti kosninganna sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, yrði felldur úr gildi. Níu dómarar Hæstaréttar vísuðu til þess í niðurstöðu að í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands væri ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Heimild væri fyrir því að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild en Hæstiréttur geti ekki ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim, með vísan til þeirrar heimildar. Þá vísar Hæstiréttur til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Var kærunni því vísað frá Hæstarétti. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Kæran beindist nánar tiltekið að þeim hluta atkvæðagreiðslunnar sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl til 25. maí eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Var þess því krafist í kærunni að sá hluti kosninganna sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, yrði felldur úr gildi. Níu dómarar Hæstaréttar vísuðu til þess í niðurstöðu að í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands væri ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Heimild væri fyrir því að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild en Hæstiréttur geti ekki ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim, með vísan til þeirrar heimildar. Þá vísar Hæstiréttur til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Var kærunni því vísað frá Hæstarétti.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira