Útganga Breta áfall fyrir heimsbyggðina að mati formanns Viðreisnar Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 13:09 Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta. Vísir/Stefán „Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“ Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað undan svona árangri,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkurinn var stofnaður fyrir akkúrat mánuði í dag en mælist í nýrri könnun Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands með 9,7 prósenta fylgi, örlítið meira en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst vegna þess að mönnum finnst við hafa stefnu sem gengur upp,“ segir Benedikt, aðspurður hverju hann þakkar gott gengi Viðreisnar. „Þetta er þessi almenna frjálslyndisstefna. Menn eigi að stjórna sér sem mest sjálfir, en þó þannig að við erum ekki að skilja fólk eftir.“ Benedikt hefur í dag, líkt og margir aðrir, fylgst náið með nýjustu tíðindum frá Bretlandi, þar sem naumur meirihluti samþykkti í gær að yfirgefa Evrópusambandið. Viðreisn hefur lagt mikla áherslu á að aðildarviðræður Íslands við sambandið verði kláraðar en Benedikt segist ekki eiga von á því að málflutningur stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar breytist mjög við útgöngu Breta.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? „Auðvitað verða allir að fylgjast með því hvað gerist, hvaða áhrif þetta hefur á þróunina,“ segir hann. „En við sáum hvað gerðist þegar menn héldu að Bretarnir yrðu inni, þá ruku allir markaðir upp og pundið styrktist og menn höfðu mikla trú á Bretlandi. Þegar þeir fara út, gerist akkúrat öfugt. Það segir að minnsta kosti efnahagslega að menn telja að það sé betra að vera í þessu sambandi en utan þess. Þó auðvitað sé það meira en efnahagsbandalag.“ Benedikt segir útgöngu Breta áfall fyrir heimsbyggðina og mikla óvissu ríkja í stjórnmálum heimsins í kjölfarið. Hann segir ólíka nálgun Breta og Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild athyglisverða. „Cameron lofaði því að svona kosningar yrðu haldnar. Honum hugnaðist kannski ekki endilega að það gæti farið á verri veg, en hann stóð við það. Á Íslandi lofa menn kosningum og standa ekki við það. Viðbrögð Cameron við niðurstöðunni eru kannski líka umhugsunarefni, hann stendur og fellur með þessari atkvæðagreiðslu þó hann hafi ekki lagt sjálfan sig að veði fyrirfram. Þetta eru óvenjuleg viðbrögð, að minnsta kosti miðað við Ísland.“
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Viðreisn orðin stærri en Samfylking Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Píratar eru enn stærstir. 24. júní 2016 09:49