Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 11:20 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag þó Bretar hafi ákveðið í gær að ganga úr Evrópusambandinu. Hún segir að þó Bretar séu að yfirgefa Evrópusambandið séu þeir ekki að yfirgefa Evrópu. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Lilja Dögg var gestur útvarpsþáttarins Bítið á Bylgjunni í morgun og var þar spurð hvaða áhrif útgangan hefði á Ísland. „Það sem þetta þýðir fyrir okkur er að það þarf að semja upp á nýtt,“ segir Lilja Dögg. „Það fyrsta sem Bretar þurfa að gera er að segja sig frá Evrópusambandinu og fara líklega í svokallaðan útgöngusamning. En íslensk stjórnvöld stefna að sjálfsögðu að því að tryggja sambærileg kjör, að minnsta kosti, og mér þykir ekki ólíklegt að við munum gera það í gegnum EFTA-ríkin.“Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna hittast á sunnudaginn og segir Lilja að möguleikinn á að Bretar komi þar inn verði til umræðu. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Lilja segist eiga von á því að pundið muni titra í upphafi en styrkja sig að lokum. Seðlabanki Íslands segir að neikvæð efnahagsleg áhrif á Ísland muni fyrst og fremst felast í samdrætti í aðsókn ferðamanna og útflutningi sjávarafurða en Lilja hefur ekki of miklar áhyggjur af því.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér í morgun vegna niðurstöðunnar.Vísir/AFP„Ég held að ferðamennirnir muni nú ekki hætta að koma,“ segir hún. „Það gæti orðið einhver fækkun á þeim en það er auðvitað þannig að ef pundið er að veikjast, þá er einhver annar gjaldmiðill að styrkjast. Líklega er það Bandaríkjadalur. Þá getum við kannski fengið fleiri Bandaríkjamenn á móti. Varðandi fiskinn okkar má kannski gera ráð fyrir einhverjum samdrætti ef pundið veikist verulega en á móti kemur að það eru auðvitað aðrir sem geta komið að borðinu þar. En okkar viðskiptasaga við Bretland er mjög mikilvæg og stundum svolítið sérstök eins og við þekkjum.“ Sjá einnig: Bjarni Benediktsson segir þetta ekki upphafið að endalokum ESB en áherslur samvinnunnar muni breytast Lilja fagnar kosningunum sjálfum og segir það alltaf jákvætt fyrir umræðuna að lýðræðislegar kosningar fari fram um mál sem þessi. Þó hnífjafnt hafi verið í skoðanakönnunum síðustu daga segir Lilja niðurstöðurnar ekki koma á óvart að sumu leyti. „Það var búinn að vera stígandi með þeim sem vildu yfirgefa sambandið,“ segir hún. „En ég held að þó að Bretar séu að yfirgefa Evrópusambandið séu þeir alls ekki að yfirgefa Evrópu. Evrópa skiptir þá mjög miklu máli, alveg eins og okkur. Þetta er þeirra nærumhverfi og ég held að allir muni stefna að því að semja um að viðskipti og annað verði ekkert ósvipað. Auðvitað breytist eitthvað, það er alveg ljóst. En ég held að efnahagleg tenging verði ekkert frábrugðin því sem hún er í dag.“Viðtalið við Lilju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bjarni Benediktsson: Ekki upphafið að endalokum ESB en áherslur samvinnunnar munu breytast Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra telur að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa lítil áhrif hér á Íslandi til skamms tíma. Til lengri tíma þurfi Ísland hins vegar nýtt form fyrir samstarf sitt við Bretland. 24. júní 2016 11:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag þó Bretar hafi ákveðið í gær að ganga úr Evrópusambandinu. Hún segir að þó Bretar séu að yfirgefa Evrópusambandið séu þeir ekki að yfirgefa Evrópu. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Lilja Dögg var gestur útvarpsþáttarins Bítið á Bylgjunni í morgun og var þar spurð hvaða áhrif útgangan hefði á Ísland. „Það sem þetta þýðir fyrir okkur er að það þarf að semja upp á nýtt,“ segir Lilja Dögg. „Það fyrsta sem Bretar þurfa að gera er að segja sig frá Evrópusambandinu og fara líklega í svokallaðan útgöngusamning. En íslensk stjórnvöld stefna að sjálfsögðu að því að tryggja sambærileg kjör, að minnsta kosti, og mér þykir ekki ólíklegt að við munum gera það í gegnum EFTA-ríkin.“Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna hittast á sunnudaginn og segir Lilja að möguleikinn á að Bretar komi þar inn verði til umræðu. Sterk viðbrögð hafa orðið á fjármálamörkuðum í kjölfar niðurstöðunnar í dag og breska pundið til að mynda fallið um heil tíu prósent. Lilja segist eiga von á því að pundið muni titra í upphafi en styrkja sig að lokum. Seðlabanki Íslands segir að neikvæð efnahagsleg áhrif á Ísland muni fyrst og fremst felast í samdrætti í aðsókn ferðamanna og útflutningi sjávarafurða en Lilja hefur ekki of miklar áhyggjur af því.David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér í morgun vegna niðurstöðunnar.Vísir/AFP„Ég held að ferðamennirnir muni nú ekki hætta að koma,“ segir hún. „Það gæti orðið einhver fækkun á þeim en það er auðvitað þannig að ef pundið er að veikjast, þá er einhver annar gjaldmiðill að styrkjast. Líklega er það Bandaríkjadalur. Þá getum við kannski fengið fleiri Bandaríkjamenn á móti. Varðandi fiskinn okkar má kannski gera ráð fyrir einhverjum samdrætti ef pundið veikist verulega en á móti kemur að það eru auðvitað aðrir sem geta komið að borðinu þar. En okkar viðskiptasaga við Bretland er mjög mikilvæg og stundum svolítið sérstök eins og við þekkjum.“ Sjá einnig: Bjarni Benediktsson segir þetta ekki upphafið að endalokum ESB en áherslur samvinnunnar muni breytast Lilja fagnar kosningunum sjálfum og segir það alltaf jákvætt fyrir umræðuna að lýðræðislegar kosningar fari fram um mál sem þessi. Þó hnífjafnt hafi verið í skoðanakönnunum síðustu daga segir Lilja niðurstöðurnar ekki koma á óvart að sumu leyti. „Það var búinn að vera stígandi með þeim sem vildu yfirgefa sambandið,“ segir hún. „En ég held að þó að Bretar séu að yfirgefa Evrópusambandið séu þeir alls ekki að yfirgefa Evrópu. Evrópa skiptir þá mjög miklu máli, alveg eins og okkur. Þetta er þeirra nærumhverfi og ég held að allir muni stefna að því að semja um að viðskipti og annað verði ekkert ósvipað. Auðvitað breytist eitthvað, það er alveg ljóst. En ég held að efnahagleg tenging verði ekkert frábrugðin því sem hún er í dag.“Viðtalið við Lilju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bjarni Benediktsson: Ekki upphafið að endalokum ESB en áherslur samvinnunnar munu breytast Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra telur að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa lítil áhrif hér á Íslandi til skamms tíma. Til lengri tíma þurfi Ísland hins vegar nýtt form fyrir samstarf sitt við Bretland. 24. júní 2016 11:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Bjarni Benediktsson: Ekki upphafið að endalokum ESB en áherslur samvinnunnar munu breytast Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra telur að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa lítil áhrif hér á Íslandi til skamms tíma. Til lengri tíma þurfi Ísland hins vegar nýtt form fyrir samstarf sitt við Bretland. 24. júní 2016 11:01