Þjóðhátíðarlögin eru orðin það samgróin íslensku samfélagið að í gær mátti heyra eitt þeirra sungið á Stade de France leikvanginum í París í gær. Þar sungu sigurglaðir Íslendingar Lífið er yndislegt sem var þjóðhátíðarlag Lands og sona á sínum tíma.
Í dag kemur svo út Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2016. Það heitir Ástin á sér stað og er flutt af Sverri Bergmann, Friðrik Dór og hljómsveitinni Albatross.
Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið en Magnús Þór Sigmundsson á texta. Þeir hafa áður unnið Þjóðhátíðarlag saman en það var árið 2012 þegar þeir gerðu lagið Þar sem hjartað slær.
Um er að ræða hjartahlýja ballöðu sem hæfir stemningunni í dalnum en lagið segir ástarsögu sem hófst þar fyrir um 30 árum síðan.
Myndbandinu er leikstýrt af Davíð Arnari Oddgeirssyni hjá Mint Production. Það má sjá hér að ofan. Gjöriði svo vel.
Svona hljómar Þjóðhátíðarlagið 2016
Tengdar fréttir

Quarashi endurtekur leikinn í dalnum
Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár.

Strákarnir í FM95BLÖ verða aftur á Þjóðhátíð og nú hefur bæst við í hópinn
Stemningin á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra náði hámarki þegar snillingarnir í FM95Blö stigu á svið og gjörsamlega trylltu brekkuna. Það var því mikið forgangsatriði fyrir Þjóðhátíðarnefnd að bóka þá drengi aftur í ár og hefur hún nú gert það.