32 laxar komu á land fyrsta dag í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2016 09:07 Vífill Oddsson með 90 sm hæng úr Langá í gær Mynd: Þór Sigfússon Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær og það er óhætt að segja að dagurinn hafi komið vel á óvart. Fyrir það fyrsta hefur Langá verið þekkt sem síðsumarsá en það er eitthvað allt annað upp á teningnum núna. Það hafa tæplega 600 laxar farið í gegnum laxateljarann við Skugga og 10 laxar eru komnir í gegnum teljarann uppá Fjall. Staðan við Skugga hefur aldrei áður verið svona góð svo það verður mjög spennandi að sjá hverju fram vindur næstu 10-12 daga og sjá þá hvort hinar dæmigerðu smálaxagöngur verði jafn góðar og vonir standa til. Það er lax um alla á og sem dæmi þá veiddist lax í Hornhyl sem er ekki langt frá svæðinu sem er nefnt Fjallið og er efsta svæði Langár. Það veiddist lax í Kistu, Hreimsáskvörn og svo sáust laxar víðar. Stærsti laxinn er 90 sm hængur úr Breiðunni en að auki hafa veiðimenn sett í nokkra rígvæna sem hafa allir slitið sig lausa. Veiðin í Langá var með besta móti í fyrra en hún var ekki nálægt því í sama ham og hún er núna. Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Nánast uppselt í Hítará Veiði Ekkert lát á góðri veiði í Þingvallavatni Veiði
Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær og það er óhætt að segja að dagurinn hafi komið vel á óvart. Fyrir það fyrsta hefur Langá verið þekkt sem síðsumarsá en það er eitthvað allt annað upp á teningnum núna. Það hafa tæplega 600 laxar farið í gegnum laxateljarann við Skugga og 10 laxar eru komnir í gegnum teljarann uppá Fjall. Staðan við Skugga hefur aldrei áður verið svona góð svo það verður mjög spennandi að sjá hverju fram vindur næstu 10-12 daga og sjá þá hvort hinar dæmigerðu smálaxagöngur verði jafn góðar og vonir standa til. Það er lax um alla á og sem dæmi þá veiddist lax í Hornhyl sem er ekki langt frá svæðinu sem er nefnt Fjallið og er efsta svæði Langár. Það veiddist lax í Kistu, Hreimsáskvörn og svo sáust laxar víðar. Stærsti laxinn er 90 sm hængur úr Breiðunni en að auki hafa veiðimenn sett í nokkra rígvæna sem hafa allir slitið sig lausa. Veiðin í Langá var með besta móti í fyrra en hún var ekki nálægt því í sama ham og hún er núna.
Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Veiðimessa hjá Veiðiflugumí dag Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Nánast uppselt í Hítará Veiði Ekkert lát á góðri veiði í Þingvallavatni Veiði