Forsetaáskorun Vísis: Vill að Tom Hanks leiki sig í bíómynd um ævi sína Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2016 13:00 Guðni Th. Jóhannsson er frambjóðandi til embættis forseta Íslands. Vísir Guðni Th. Jóhannsson sagnfræðingur hefur tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur en segir nú tíma hraðaksturs í sínu lífi liðinn. Hann hefur aldrei reykt en fær sér stundum vín með góðum mat. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðna við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðni Th. tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.Haltu á ketti! Guðni er kattamaður.Vísir/GettyHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessi er alltof erfið. Kannski bara garðurinn heima í góðu veðri, fullur af krökkum og fjöri.Hundar eða kettir? Kettir.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðingar barnanna minna fimm.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pönnusteikt bleikja.Erkitöffarinn Morgan Freeman lék annað aðalhlutverkanna í Shawshank Redemption en það er einmitt uppáhalds mynd Guðna.Vísir/GettyHvernig bíl ekur þú?Toyota Previa 2003.Besta minningin?Skemmtilegar stundir með pabba, mömmu og bræðrum mínum. Til dæmis ferðalög um landið að sumarlagi. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, en ég hef tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur. Það kemur ekki fyrir aftur. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég hef sært vini eða ættingja. Og svo voru þessar hraðasektir.Reykir þú? Nei, ég hef aldrei reykt.Uppáhalds drykkur (áfengur)? Hvítvíns- eða rauðvínsglas með góðum mat.Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption. Uppáhalds tónlistarmaður? Meðlimir Big Country. Það er skosk hljómsveit.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Kvaðning með Skálmöld.Draumaferðalagið? Fara til Parísar að sjá strákana okkar leika til úrslita í EM!Guðni segir að það skrýtnasta sem hann hafi gert sé kannski bara að hafa farið í forsetaframboð.Vísir/GuðniHefur þú migið í saltan sjó?Já, heldur betur. Var eitt sumar á fraktskipi og annað á olíuborpalli. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, kannski að fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, síðast í þessu viðtali (sjá ofar).Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Líklega þegar Elísa bað mín.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Tom Hanks gæti eflaust gert það með glæsibrag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannsson sagnfræðingur hefur tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur en segir nú tíma hraðaksturs í sínu lífi liðinn. Hann hefur aldrei reykt en fær sér stundum vín með góðum mat. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðna við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðni Th. tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.Haltu á ketti! Guðni er kattamaður.Vísir/GettyHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessi er alltof erfið. Kannski bara garðurinn heima í góðu veðri, fullur af krökkum og fjöri.Hundar eða kettir? Kettir.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðingar barnanna minna fimm.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pönnusteikt bleikja.Erkitöffarinn Morgan Freeman lék annað aðalhlutverkanna í Shawshank Redemption en það er einmitt uppáhalds mynd Guðna.Vísir/GettyHvernig bíl ekur þú?Toyota Previa 2003.Besta minningin?Skemmtilegar stundir með pabba, mömmu og bræðrum mínum. Til dæmis ferðalög um landið að sumarlagi. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, en ég hef tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur. Það kemur ekki fyrir aftur. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég hef sært vini eða ættingja. Og svo voru þessar hraðasektir.Reykir þú? Nei, ég hef aldrei reykt.Uppáhalds drykkur (áfengur)? Hvítvíns- eða rauðvínsglas með góðum mat.Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption. Uppáhalds tónlistarmaður? Meðlimir Big Country. Það er skosk hljómsveit.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Kvaðning með Skálmöld.Draumaferðalagið? Fara til Parísar að sjá strákana okkar leika til úrslita í EM!Guðni segir að það skrýtnasta sem hann hafi gert sé kannski bara að hafa farið í forsetaframboð.Vísir/GuðniHefur þú migið í saltan sjó?Já, heldur betur. Var eitt sumar á fraktskipi og annað á olíuborpalli. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, kannski að fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, síðast í þessu viðtali (sjá ofar).Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Líklega þegar Elísa bað mín.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Tom Hanks gæti eflaust gert það með glæsibrag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00