Besta opnun á svæði IV í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2016 12:00 Stóra Laxá opnaði með glæsibrag. Mynd: Árni Baldursson Veiði er hafin í Stóru Laxá í Hreppum og það er óhætt að segja að hafi komið veiðimönnum í opna skjöldu að sjá hversu mikið af laxi var á svæðinu. Svæði IV hefur lengi verið þekkt fyrir að gefa stóra laxa við opnun en þeir hafa sjaldan verið margir. Það var lengi algengt að heyra af þremur til fimm löxum á tveimur dögum og það þótti yfirleitt bara ágæt veiði fyrir árstíma. Það er óhætt að segja að það sé búið að breyta þeim væntingum sem veiðimenn hafa til þessa svæðis en opnunin núna er sú allra besta sem áin hefur átt, við leyfum okkur að fullyrða það. Árni Baldursson var sjálfur við veiðar ásamt fjölskyldu og voru tveir stangir að veiða að jafnaði. Samtals var 32 löxum landað og mest af því var stórlax, þar af nokkrir sem teygðu sig vel í 100 sm eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Stóra Laxá hefur verið vaxandi veiðiá eftir að veiðimenn voru skyldaðir til að sleppa laxi og eingöngu fluga var leyfð í ánni en fram að því var leyft að veiða á maðk og spún og allt hirrt. Það gekk mjög nærri stofninum í ánni sem nú virðist vera að jafna sig. Stóra Laxá er líka þekkt fyrir aflahrotur í lok sumars og þá sérstaklega á svæðum 1-2 og eru vinsældir þessa svæðis svo vinsælar að veiðimenn þurfa að hafa snöggar hendur til að komast að síðsumars á því svæði. Mest lesið Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Veiði
Veiði er hafin í Stóru Laxá í Hreppum og það er óhætt að segja að hafi komið veiðimönnum í opna skjöldu að sjá hversu mikið af laxi var á svæðinu. Svæði IV hefur lengi verið þekkt fyrir að gefa stóra laxa við opnun en þeir hafa sjaldan verið margir. Það var lengi algengt að heyra af þremur til fimm löxum á tveimur dögum og það þótti yfirleitt bara ágæt veiði fyrir árstíma. Það er óhætt að segja að það sé búið að breyta þeim væntingum sem veiðimenn hafa til þessa svæðis en opnunin núna er sú allra besta sem áin hefur átt, við leyfum okkur að fullyrða það. Árni Baldursson var sjálfur við veiðar ásamt fjölskyldu og voru tveir stangir að veiða að jafnaði. Samtals var 32 löxum landað og mest af því var stórlax, þar af nokkrir sem teygðu sig vel í 100 sm eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Stóra Laxá hefur verið vaxandi veiðiá eftir að veiðimenn voru skyldaðir til að sleppa laxi og eingöngu fluga var leyfð í ánni en fram að því var leyft að veiða á maðk og spún og allt hirrt. Það gekk mjög nærri stofninum í ánni sem nú virðist vera að jafna sig. Stóra Laxá er líka þekkt fyrir aflahrotur í lok sumars og þá sérstaklega á svæðum 1-2 og eru vinsældir þessa svæðis svo vinsælar að veiðimenn þurfa að hafa snöggar hendur til að komast að síðsumars á því svæði.
Mest lesið Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Líflegar opnanir gefa fyrirheit um gott laxasumar Veiði