Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 16:53 MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. vísir/Pjetur Mjólkursamsalan (MS) hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitins um að sekta fyrirtækið fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mjólkurvörumarkaði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mótmælir fyrirtækið ákvörðun eftirlitsins. Er MS gert að greiða 480 milljón króna sekt vegna málsins. MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Sjá einnig: MS sektað um hálfan miljarð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögumMS bendir á að hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og muni nú æðra stjórnvald nú skera úr um þetta. Þá mótmælir fyrirtækið upphæð sektarinnar og segir hana í „ engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.Sjá einnig: Forstjóri MS segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlegaMS segir að ekki hafi verið um sambærileg viðskipti að ræða sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu. Því telur fyrirtækið að það hafi ekki brotið samkeppnislög. „Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn,“ segir í tilkynningu frá MS. Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitins um að sekta fyrirtækið fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mjólkurvörumarkaði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mótmælir fyrirtækið ákvörðun eftirlitsins. Er MS gert að greiða 480 milljón króna sekt vegna málsins. MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Sjá einnig: MS sektað um hálfan miljarð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögumMS bendir á að hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og muni nú æðra stjórnvald nú skera úr um þetta. Þá mótmælir fyrirtækið upphæð sektarinnar og segir hana í „ engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.Sjá einnig: Forstjóri MS segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlegaMS segir að ekki hafi verið um sambærileg viðskipti að ræða sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu. Því telur fyrirtækið að það hafi ekki brotið samkeppnislög. „Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn,“ segir í tilkynningu frá MS.
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05