Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2016 14:45 En stuðningurinn var samt magnaður eins og alltaf. vísir/vilhelm Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira