Hundruð svikin um miða Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Fréttablaðið/Stefán „Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um París Hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“ Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn. „Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
„Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um París Hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“ Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn. „Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39
Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31