Leifsstöð rýmd vegna brunaboða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 19:39 Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Vísir/Valli Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd um sexleytið í kvöld vegna þess að brunavarnarkerfið í byggingunni fór í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fór rafmagnið af allri byggingunni og fóru brunaboð af stað í kjölfarið í suðurhluta flugstöðvarinnar en öll flugstöðin var síðan rýmd. „Það kom síðan í ljós þegar farið var að kanna málið að ekki var um eld að ræða neins staðar í byggingunni og var farþegum því aftur hleypt inn í flugstöðina,“ segir Atli Már Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir ekki vitað hvað olli því að brunavarnarkerfið fór í gang en farið verður í það núna í kvöld að kanna hvað gerðist. Atli Már segir að allir þeir sem hafi farið út fyrir öryggissvæði eða á milli svæða í flugstöðinni þurfi aftur að fara í gegnum öryggisleit. Hann segir ekki ljóst hversu margir hafi farið út úr flugstöðinni en mikil örtröð hefur verið í Leifsstöð í allan dag, ekki hvað síst vegna þess hversu margir Íslendingar eru á leiðinni til Parísar á landsleik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM sem fer fram á morgun. Ljóst er að einhverjar tafir verða á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld en Atli Már segir að allt sé nú að komast í eðlilegt horf í flugstöðinni. Isavia hafa ekki borist neinar upplýsingar um það hvort einhver farþegi hafi þurft áfallahjálp vegna rýmingarinnar en flugstöðvar hafa í gegnum tíðina meðal annars verið skotmark hryðjuverkamanna. Þá eru alltaf einhverjir sem kljást við flughræðslu og líður því kannski ekkert sérstaklega vel fyrir á flugvelli. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var rýmd um sexleytið í kvöld vegna þess að brunavarnarkerfið í byggingunni fór í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fór rafmagnið af allri byggingunni og fóru brunaboð af stað í kjölfarið í suðurhluta flugstöðvarinnar en öll flugstöðin var síðan rýmd. „Það kom síðan í ljós þegar farið var að kanna málið að ekki var um eld að ræða neins staðar í byggingunni og var farþegum því aftur hleypt inn í flugstöðina,“ segir Atli Már Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í samtali við Vísi. Hann segir ekki vitað hvað olli því að brunavarnarkerfið fór í gang en farið verður í það núna í kvöld að kanna hvað gerðist. Atli Már segir að allir þeir sem hafi farið út fyrir öryggissvæði eða á milli svæða í flugstöðinni þurfi aftur að fara í gegnum öryggisleit. Hann segir ekki ljóst hversu margir hafi farið út úr flugstöðinni en mikil örtröð hefur verið í Leifsstöð í allan dag, ekki hvað síst vegna þess hversu margir Íslendingar eru á leiðinni til Parísar á landsleik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum EM sem fer fram á morgun. Ljóst er að einhverjar tafir verða á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í kvöld en Atli Már segir að allt sé nú að komast í eðlilegt horf í flugstöðinni. Isavia hafa ekki borist neinar upplýsingar um það hvort einhver farþegi hafi þurft áfallahjálp vegna rýmingarinnar en flugstöðvar hafa í gegnum tíðina meðal annars verið skotmark hryðjuverkamanna. Þá eru alltaf einhverjir sem kljást við flughræðslu og líður því kannski ekkert sérstaklega vel fyrir á flugvelli.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira