Átta þúsund Íslendingar sjá lítið til sólar í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 14:07 Þótt sólin hafi skinið í Annecy þá er lítið af henni hér í París. vísir/vilhelm Það er vonandi að stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem verða í París um helgina hafi tekið með sér jakka, peysur og jafnvel síðbuxur. Útlit er fyrir að sólin verði ekki gestur í borg ástarinnar um helgina en þess heldur verði skýjað og einhver úrkoma.Gangstéttin var blaut þegar íslenskir blaðamenn mættu til Parísar í gærkvöldi eftir fjögurra tíma lestarferð frá Annecy þar sem sólin hefur skinið undanfarna daga. Minnti koman á heimkomu í Keflavík eftir sólarlandaferð þar sem rigning og rok taka á móti stuttbuxnaklæddum Íslendingum.Stuðningsmennirnir Elvar Guðmundsson og Sveinbjörn Claessen minntu á mikilvægi sólarvarnar í Nice þar sem sólin skein. Hún er hvergi sjáanleg í París.Von er á ríflega átta þúsund Íslendingum í París um helgina í tilefni af leik Íslands og Frakklands á morgun. Reikna má með því að fæstir snúi heim útiteknari en þeir voru fyrir brottför. Veðurspáin fyrir helgina hljóðar nefnilega upp á hita á bilinu 14-19 stig, skýjað og einhverja úrkomu.Fæstir ferðalanganna eru þó komnir til Frakklands vegna góða veðursins heldur til að upplifa einstaka stund á Stade de France annað kvöld í átta liða úrslitum á EM. Þegar flautað verður til leiks klukkan 19 að staðartíma er reiknað með um 17 gráðu hita og skýjuðu veðri.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30 Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Það er vonandi að stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem verða í París um helgina hafi tekið með sér jakka, peysur og jafnvel síðbuxur. Útlit er fyrir að sólin verði ekki gestur í borg ástarinnar um helgina en þess heldur verði skýjað og einhver úrkoma.Gangstéttin var blaut þegar íslenskir blaðamenn mættu til Parísar í gærkvöldi eftir fjögurra tíma lestarferð frá Annecy þar sem sólin hefur skinið undanfarna daga. Minnti koman á heimkomu í Keflavík eftir sólarlandaferð þar sem rigning og rok taka á móti stuttbuxnaklæddum Íslendingum.Stuðningsmennirnir Elvar Guðmundsson og Sveinbjörn Claessen minntu á mikilvægi sólarvarnar í Nice þar sem sólin skein. Hún er hvergi sjáanleg í París.Von er á ríflega átta þúsund Íslendingum í París um helgina í tilefni af leik Íslands og Frakklands á morgun. Reikna má með því að fæstir snúi heim útiteknari en þeir voru fyrir brottför. Veðurspáin fyrir helgina hljóðar nefnilega upp á hita á bilinu 14-19 stig, skýjað og einhverja úrkomu.Fæstir ferðalanganna eru þó komnir til Frakklands vegna góða veðursins heldur til að upplifa einstaka stund á Stade de France annað kvöld í átta liða úrslitum á EM. Þegar flautað verður til leiks klukkan 19 að staðartíma er reiknað með um 17 gráðu hita og skýjuðu veðri.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30 Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30
Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00