22 laxar á fyrsta degi á svæðum I og II í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2016 11:00 102 sm lax sem veiddist í Stóru Laxá í gær Mynd: Árni Baldursson Efri svæðin í Stóru Laxá opnuðu með glæsibrag en samtals 32 laxar komu á land þar í fyrsta hollinu á tvær stangir. Það er nokkuð víst að svæði IV átti sína bestu opnun með 32 laxa holli og þegar þessar tölur lágu fyrir var komin smá spenna í veiðimenn með að heyra hvernig tækist svo til fyrsta daginn á svæðum I og II. Þótt furðurlegt megi virðast eru neðri svæðin í Stóru Laxá stundum seinni til en það er þó ekki raunin núna og ljóst að það er greinilega töluvert af laxi gengin í ánna. Á fyrsta degi í gær var 22 löxum landað og eitthvað slapp eins og gengur og gerist. Mest af laxinum var vænn tveggja ára lax og þar af einn 102 sm sem eins og myndin ber með sér er engin smá smíði. Það virðist vera lax í flestum veiðistöðum og nokkrir laxarnir sem hafa sést í Stóru Laxá síðustu daga eru líklega 25 pund og kannski stærri, það fullyrða veiðimenn sem þekkja hana vel og hafa margoft háð baráttur við stórlaxa. Þetta er óskabyrjun í ánni og gerir líklega ekkert annað en að hlaða upp spennu hjá þeim sem eiga daga í henni í sumar. Mest lesið Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Veiðibúðir Lax-ár á Grænlandi tilbúnar Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Fengu 40 flottar bleikjur í Frostastaðavatni Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Stærstu fiskarnir ekki alltaf þeir eftirminnilegustu Veiði
Efri svæðin í Stóru Laxá opnuðu með glæsibrag en samtals 32 laxar komu á land þar í fyrsta hollinu á tvær stangir. Það er nokkuð víst að svæði IV átti sína bestu opnun með 32 laxa holli og þegar þessar tölur lágu fyrir var komin smá spenna í veiðimenn með að heyra hvernig tækist svo til fyrsta daginn á svæðum I og II. Þótt furðurlegt megi virðast eru neðri svæðin í Stóru Laxá stundum seinni til en það er þó ekki raunin núna og ljóst að það er greinilega töluvert af laxi gengin í ánna. Á fyrsta degi í gær var 22 löxum landað og eitthvað slapp eins og gengur og gerist. Mest af laxinum var vænn tveggja ára lax og þar af einn 102 sm sem eins og myndin ber með sér er engin smá smíði. Það virðist vera lax í flestum veiðistöðum og nokkrir laxarnir sem hafa sést í Stóru Laxá síðustu daga eru líklega 25 pund og kannski stærri, það fullyrða veiðimenn sem þekkja hana vel og hafa margoft háð baráttur við stórlaxa. Þetta er óskabyrjun í ánni og gerir líklega ekkert annað en að hlaða upp spennu hjá þeim sem eiga daga í henni í sumar.
Mest lesið Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ágætis veðurspá fyrstu rjúpnahelgina Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Veiðibúðir Lax-ár á Grænlandi tilbúnar Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Fengu 40 flottar bleikjur í Frostastaðavatni Veiði Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Stærstu fiskarnir ekki alltaf þeir eftirminnilegustu Veiði