Óháð stöðu og stétt Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. júlí 2016 05:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið duglegur að minna landsmenn á hversu galið það er í norrænu velferðarríki að sjúklingar þurfi að taka upp greiðslukort þegar þeir sækja sér þjónustu á spítala. Þegar rætt er um kostnað og rekstur í heilbrigðisþjónustunni er hins vegar um tvo aðskilda hluti að ræða. Annars vegar er um að ræða spurningu um leið að markmiði og gæði þjónustunnar. Hins vegar er um að ræða greiðsluþátttökuna sjálfa. Íslenska ríkinu er skylt að veita landsmönnum heilbrigðisþjónustu óháð stétt eða stöðu. Þetta kemur beinlínis fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar en um er að ræða jákvæða mannréttindareglu sem leggur þessa athafnaskyldu á ríkið. Þá eru í gildi sérstök lög um heilbrigðisþjónustu. Markmið þeirra er að „allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Þótt íslenska stjórnarskráin leggi þær skyldur á herðar ríkisvaldsins að það veiti borgurunum heilbrigðisþjónustu óháð stöðu og stétt þá er ekkert í henni sem girðir fyrir að ríkisvaldið geti farið ólíkar leiðir að þessu markmiði. Þannig hefur ríkisvaldið val um hvort það veiti þjónustuna sjálft eða feli öðrum verkið á grundvelli samnings. Hins vegar hefur þetta alltaf verið dálítið tabú hjá stjórnmálamönnum því kjósendur rugla stundum saman hugtökunum einkarekstri og einkavæðingu í opinberri umræðu. Í þessi blaði var nýlega sagt frá því að Ríkiskaup hefðu hafið viðræður við tvö fyrirtæki í einkaeigu um rekstur heilsugæslustöðva. Annars vegar á Bíldshöfða og hins vegar í Urriðahvarfi í Kópavogi. Það er sjálfstætt rökfræðilegt úrlausnarefni hvort það eigi yfirleitt að fela einkafyrirtækjum að veita jafn mikilvæga þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Það er líka siðferðilegt álitamál hvort það sé verjandi að einkaaðilar hagnist fjárhagslega á því að hjúkra veikum mönnum til heilsu í krafti samnings við ríkisvaldið. Stöðvarnar á Bíldshöfða og í Urriðahvarfi fá ekki að greiða arð úr rekstrinum svo þeir sem hafa áhyggjur af þessu geta sofið rólegir. Hagfræðin segir okkur að til þess að reka stofnanir og fyrirtæki vel þurfi að vera til staðar aðhald frá eigendum. Reynslan kennir okkur að fyrirtæki sem hafa eiginlega eigendur sem veita þeim aðhald eru yfirleitt betur rekin en fyrirtæki sem rekin eru fyrir sameiginlega sjóði landsmanna. Þetta er hins vegar ekki algild regla. Nefna má dæmi um ríkisfyrirtæki, bæði hér á landi og erlendis, sem eru vel rekin. Hér má nefna Norska olíusjóðinn áður en verðið á hráolíu féll. Landsvirkjun er líka gott og nærtækt dæmi. Landsvirkjun er fyrirtæki sem er rekið á margan hátt eins og einkafyrirtæki með það fyrir augum að hámarka arðsemina fyrir eigandann, íslenska skattgreiðendur. Það gilda hins vegar önnur lögmál um heilbrigðisþjónustu. Í norrænu velferðarríki er tilgangurinn með heilbrigðisþjónustunni að hlúa að sjúkum og meiddum og hjúkra þeim til heilsu. Ekki búa til verðmæti fyrir hluthafa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið duglegur að minna landsmenn á hversu galið það er í norrænu velferðarríki að sjúklingar þurfi að taka upp greiðslukort þegar þeir sækja sér þjónustu á spítala. Þegar rætt er um kostnað og rekstur í heilbrigðisþjónustunni er hins vegar um tvo aðskilda hluti að ræða. Annars vegar er um að ræða spurningu um leið að markmiði og gæði þjónustunnar. Hins vegar er um að ræða greiðsluþátttökuna sjálfa. Íslenska ríkinu er skylt að veita landsmönnum heilbrigðisþjónustu óháð stétt eða stöðu. Þetta kemur beinlínis fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar en um er að ræða jákvæða mannréttindareglu sem leggur þessa athafnaskyldu á ríkið. Þá eru í gildi sérstök lög um heilbrigðisþjónustu. Markmið þeirra er að „allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Þótt íslenska stjórnarskráin leggi þær skyldur á herðar ríkisvaldsins að það veiti borgurunum heilbrigðisþjónustu óháð stöðu og stétt þá er ekkert í henni sem girðir fyrir að ríkisvaldið geti farið ólíkar leiðir að þessu markmiði. Þannig hefur ríkisvaldið val um hvort það veiti þjónustuna sjálft eða feli öðrum verkið á grundvelli samnings. Hins vegar hefur þetta alltaf verið dálítið tabú hjá stjórnmálamönnum því kjósendur rugla stundum saman hugtökunum einkarekstri og einkavæðingu í opinberri umræðu. Í þessi blaði var nýlega sagt frá því að Ríkiskaup hefðu hafið viðræður við tvö fyrirtæki í einkaeigu um rekstur heilsugæslustöðva. Annars vegar á Bíldshöfða og hins vegar í Urriðahvarfi í Kópavogi. Það er sjálfstætt rökfræðilegt úrlausnarefni hvort það eigi yfirleitt að fela einkafyrirtækjum að veita jafn mikilvæga þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Það er líka siðferðilegt álitamál hvort það sé verjandi að einkaaðilar hagnist fjárhagslega á því að hjúkra veikum mönnum til heilsu í krafti samnings við ríkisvaldið. Stöðvarnar á Bíldshöfða og í Urriðahvarfi fá ekki að greiða arð úr rekstrinum svo þeir sem hafa áhyggjur af þessu geta sofið rólegir. Hagfræðin segir okkur að til þess að reka stofnanir og fyrirtæki vel þurfi að vera til staðar aðhald frá eigendum. Reynslan kennir okkur að fyrirtæki sem hafa eiginlega eigendur sem veita þeim aðhald eru yfirleitt betur rekin en fyrirtæki sem rekin eru fyrir sameiginlega sjóði landsmanna. Þetta er hins vegar ekki algild regla. Nefna má dæmi um ríkisfyrirtæki, bæði hér á landi og erlendis, sem eru vel rekin. Hér má nefna Norska olíusjóðinn áður en verðið á hráolíu féll. Landsvirkjun er líka gott og nærtækt dæmi. Landsvirkjun er fyrirtæki sem er rekið á margan hátt eins og einkafyrirtæki með það fyrir augum að hámarka arðsemina fyrir eigandann, íslenska skattgreiðendur. Það gilda hins vegar önnur lögmál um heilbrigðisþjónustu. Í norrænu velferðarríki er tilgangurinn með heilbrigðisþjónustunni að hlúa að sjúkum og meiddum og hjúkra þeim til heilsu. Ekki búa til verðmæti fyrir hluthafa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun