Fáninn vaknar til lífs Óttar Guðmundsson skrifar 16. júlí 2016 07:00 Fimmtudaginn 12. júní 1913 reri Einar Pétursson verslunarmaður á litlum kappróðrarbát í Reykjavíkurhöfn. Í skut bátsins blakti bláhvítur fáni. Danskir sjóliðar sáu til ferða bátsins og reiddust mjög. Fáninn var gerður upptækur og Einar reri til lands. Fregnin barst um Reykjavík og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á svipstundu blöktu bláhvítir fánar við hún útum allan bæ og Dannebrog var dreginn niður. Reykjavík varð alblá. Fólk safnaðist saman og söng ættjarðarlög. Dægurþrasið gleymdist í stóra fánamálinu. Íslandi allt. Íslenski fáninn hefur að mestu legið sofandi síðan. Hann er dreginn að hún á hefðbundnum fánadögum en landið skrýðist sjaldnast bláu eins og þennan dag fyrir 103 árum. Evrópumótið í fótbolta breytti öllu. Skyndilega blöktu fánar um allt land, inni á veitingahúsum og á bílum landsmanna. Þjóðin klæddist treyjum í fánalitunum. Þjóðarstolt og þjóðerniskennd vöknuðu til lífs. Íslandi allt, breyttist í áfram Ísland. Lágkúrulegar feisbúkk-deilur hurfu um stund. Þetta voru skemmtilegir dagar sem einkenndust af samhug og vináttu. Sameiningartákn þjóðarinnar eiga undir högg að sækja. Íslenskan er á skipulagslausum flótta undan enskunni. Íslensk nafnahefð er að hverfa. Bráðum hættir fólk að kenna sig við föður sinn eða móður og tekur upp ættarnöfn sem falla vel að enskri tungu. Stöðugur fólksflótti er til annarra landa. Sumir brottfluttir fara jafnvel að dæmi Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni, formæla landinu og biðja andskotann að sökkva því. Á þessum þrengingartímum íslensks þjóðernis kom fótboltinn eins og himnasending. Hann sannfærði mig um að Ísland ætti sér enn þá von í viðsjárverðum heimi. Meðan víkingaklappið ómar enn úr stúkunni og laglausir menn og konur kyrja þjóðsönginn fullum hálsi, mun þetta allt saman reddast að íslenskum sið. Áfram Ísland, Íslandi allt!Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Fimmtudaginn 12. júní 1913 reri Einar Pétursson verslunarmaður á litlum kappróðrarbát í Reykjavíkurhöfn. Í skut bátsins blakti bláhvítur fáni. Danskir sjóliðar sáu til ferða bátsins og reiddust mjög. Fáninn var gerður upptækur og Einar reri til lands. Fregnin barst um Reykjavík og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á svipstundu blöktu bláhvítir fánar við hún útum allan bæ og Dannebrog var dreginn niður. Reykjavík varð alblá. Fólk safnaðist saman og söng ættjarðarlög. Dægurþrasið gleymdist í stóra fánamálinu. Íslandi allt. Íslenski fáninn hefur að mestu legið sofandi síðan. Hann er dreginn að hún á hefðbundnum fánadögum en landið skrýðist sjaldnast bláu eins og þennan dag fyrir 103 árum. Evrópumótið í fótbolta breytti öllu. Skyndilega blöktu fánar um allt land, inni á veitingahúsum og á bílum landsmanna. Þjóðin klæddist treyjum í fánalitunum. Þjóðarstolt og þjóðerniskennd vöknuðu til lífs. Íslandi allt, breyttist í áfram Ísland. Lágkúrulegar feisbúkk-deilur hurfu um stund. Þetta voru skemmtilegir dagar sem einkenndust af samhug og vináttu. Sameiningartákn þjóðarinnar eiga undir högg að sækja. Íslenskan er á skipulagslausum flótta undan enskunni. Íslensk nafnahefð er að hverfa. Bráðum hættir fólk að kenna sig við föður sinn eða móður og tekur upp ættarnöfn sem falla vel að enskri tungu. Stöðugur fólksflótti er til annarra landa. Sumir brottfluttir fara jafnvel að dæmi Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukkunni, formæla landinu og biðja andskotann að sökkva því. Á þessum þrengingartímum íslensks þjóðernis kom fótboltinn eins og himnasending. Hann sannfærði mig um að Ísland ætti sér enn þá von í viðsjárverðum heimi. Meðan víkingaklappið ómar enn úr stúkunni og laglausir menn og konur kyrja þjóðsönginn fullum hálsi, mun þetta allt saman reddast að íslenskum sið. Áfram Ísland, Íslandi allt!Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun