Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Jóhann Óli Eiðsson á Valsvellinum skrifar 13. júlí 2016 22:00 Valsstúlkur jörðuðu Selfoss-grýluna nokkuð örugglega á Hlíðarenda í kvöld. Valur vann Selfoss síðast á haustmánuðum ársins 2013 og hafði í þokkabót tapað síðustu fjórum leikjum gegn liðinu. Það var ekki upp á teningnum í kvöld.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum og tók meðfylgjandi myndir. Rauðklæddir Valsarar komu sterkari til leiks og það skilaði sér á strax á upphafsmínútunum. Þá skoraði Dóra María Lárusdóttir eftir góðan undirbúning fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. Margrét Lára var sjálf á ferðinni undir þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks og undir lok hans skoraði Arna Sif Ásgrímsdóttir hið mikilvæga þriðja mark með skalla eftir horn. Staðan þrjú núll í hálfleik. Selfyssingar færðu sig upp á skaftið í síðari hálfleik en skot þeirra vildu oft enda á Söndru Sigurðardóttur í markinu. Heimastúlkur bættu tveimur mörkum við áður en yfir lauk og voru þar á ferðinni áðurnefndar Arna Sif og Margrét Lára.Af hverju vann Valur? Stutta svarið við því er einfaldlega að þær voru skrefi á undan í flestum sínum aðgerðum. Þær voru á undan í flest návígi og lásu leik Selfyssinga nokkuð auðveldlega stærstan part leiksins. Afleiðing þess var að gestirnir þurftu sífellt að elta. Annað sem spilaði inn í var að Valsstúlkur nýttu sín færi eitthvað á meðan Selfyssingar nýttu sín ekkert. Heimastúlkur áttu alls tuttugu tilraunir í leiknum og tólf þeirra rötuðu á rammann. Hinum megin voru tilraunirnar helmingi færri, bæði að marki og á mark. Sandra, í marki Vals, stoppaði þær allar.Þessar stóðu upp úrÞað er ekki hægt að líta framhjá þætti Margrétar Láru og Örnu Sifjar í þessari upptalningu. Báðar skoruðu tvö mörk þó Margrét Lára hefði getað sett fleiri. Hún var einnig óeigingjörn í nokkur skipti og lagði á samherja þegar hún hefði getað skotið. Miðja Valsliðsisins eins og hún lagði sig var mjög öflug og gaf engan höggstað á sér. Áðurnefnd Dóra María lék mjög vel í holunni og fyrir aftan hana voru Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir, og síðar varamaðurinn Hildur Antonsdóttir, allar mjög traustar. Það er vert að nefna Elínu Mettu Jensen á hægri vængnum. Flestar sóknir Vals byrjuðu hægra megin og þar var Elín Metta í lykilhlutverki. Hún sneri reglulega á Sunnevu Hrönn, vinsti bakvörð Selfyssinga, og skapaði mikið fyrir liðsfélaga sína. Að endingu skal skásti maður Selfyssinga í leiknum, markvörðurinn Chante Sandiford, talin hér upp. Það er ekki hægt að segja að henni hafi „gengið vel“ en hún var skást. Þó hún hafi fengið fimm mörk á sig þá er erfitt að klína þeim á hana. Hefði hennar ekki notið við hefði tap Selfyssinga orðið talsvert stærra. Hinum megin kom Sandra Sigurðardóttir ítrekað í veg fyrir að andstæðingar hennar myndu skora.Hvað gekk illa?Selfyssingum gekk illa. Miðjan hjá þeim átti í basli allan leikinn og sömu sögu er hægt að segja um vörnina. Ljósustu punktana í leik þeirra mátti sjá hjá áðurnefndri Sandiford í markinu og Lauren Hughes á hægri kantinum. Miðja Selfyssinga átti í basli í leiknum. Áðurnefnd Lauren var í stutta stund færð inn á miðjuna en það bætti lítið úr skák. Þær áttu einfaldlega ekki séns í Dóru, Mist og Laufey. Varnarlínan átti alls ekki góðan dag og var í basli stærstan hluta leiksins. Í vinstri bakverðinum var Sunneva Hrönn Sigursveinsdóttir en hún mætti í dag ofjarli sínum í formi Elínar Mettu. Sunneva elti Elínu allan leikinn og lenti nokkrum sinnum í því að illa var farið með hana. Til að bæta gráu ofan á svart spilaði fyrirliðinn Guðmunda Brynja leikinn á annarri löppinni og hafði úr litlu að moða. Helstu tilraunir Selfyssinga voru langskot og þau færi sem liðið fékk náðist ekki að nýta.Hvað gerist næst?Selfyssingar fá loksins að leika á JÁVERK-vellinum eftir þrjá leiki á útivelli. Þær taka á móti Fylki sem er í sjöunda sæti með sjö stig. Selfyssingar eru einmitt sæti ofar með níu stig. Tapi þær þar gæti farið svo að þær endi fyrri umferðina hættulega nálægt fallsvæði. Valsstúlkur hengu í kjölsoginu af toppliðunum Breiðabliki og Stjörnunni. Hlíðarendastelpur eru í þriðja sæti og eru þrjú stig í Breiðablik á toppnum og tvö í Stjörnuna. Valur fer einmitt á Kópavogsvöll í næstu umferð og morgunljóst að þar er á ferðinni hörkuleikur.Guðmunda: Þetta var skita „Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum. „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“Arna Sif: Gott að vera komin til baka „Ég segi ekki alveg að tvö mörk verði krafa en það er alltaf gaman að skora. Sérstaklega upp á sjálfstraustið,“ sagði hafsentinn Arna Sif Ásgrímsdóttir að leik loknum. „Við vorum svolítið ósáttar eftir leikinn á móti ÍA þar sem við náðum ekki að láta boltann rúlla nógu vel. Það breyttist í dag. Hann gekk vel frá hægri til vinstri og við fundum hvor aðra í lappirnar.“ Þetta var þriðji leikur Örnu í sumar en hún er að koma sér aftur á skrið eftir beinbrot. „Það er rosalega gott að vera komin til baka. Mér líður vel í fótunum og finn ekkert til. Það vantar svolítið upp á spilformið en það verður fljótt að koma.“ Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið en í fyrra lék hún með Kopparsberg/Goteborg í Svíþjóð. Þar áður hafði hún verið hjá Þór/KA. Arna kann vel við sig hjá Val. „Það er ótrúlega fínt að vera hér. Það eru frábærar stelpur í hópnum og allt hér til fyrirmyndar,“ sagði hún að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Valsstúlkur jörðuðu Selfoss-grýluna nokkuð örugglega á Hlíðarenda í kvöld. Valur vann Selfoss síðast á haustmánuðum ársins 2013 og hafði í þokkabót tapað síðustu fjórum leikjum gegn liðinu. Það var ekki upp á teningnum í kvöld.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum og tók meðfylgjandi myndir. Rauðklæddir Valsarar komu sterkari til leiks og það skilaði sér á strax á upphafsmínútunum. Þá skoraði Dóra María Lárusdóttir eftir góðan undirbúning fyrirliðans Margrétar Láru Viðarsdóttur. Margrét Lára var sjálf á ferðinni undir þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks og undir lok hans skoraði Arna Sif Ásgrímsdóttir hið mikilvæga þriðja mark með skalla eftir horn. Staðan þrjú núll í hálfleik. Selfyssingar færðu sig upp á skaftið í síðari hálfleik en skot þeirra vildu oft enda á Söndru Sigurðardóttur í markinu. Heimastúlkur bættu tveimur mörkum við áður en yfir lauk og voru þar á ferðinni áðurnefndar Arna Sif og Margrét Lára.Af hverju vann Valur? Stutta svarið við því er einfaldlega að þær voru skrefi á undan í flestum sínum aðgerðum. Þær voru á undan í flest návígi og lásu leik Selfyssinga nokkuð auðveldlega stærstan part leiksins. Afleiðing þess var að gestirnir þurftu sífellt að elta. Annað sem spilaði inn í var að Valsstúlkur nýttu sín færi eitthvað á meðan Selfyssingar nýttu sín ekkert. Heimastúlkur áttu alls tuttugu tilraunir í leiknum og tólf þeirra rötuðu á rammann. Hinum megin voru tilraunirnar helmingi færri, bæði að marki og á mark. Sandra, í marki Vals, stoppaði þær allar.Þessar stóðu upp úrÞað er ekki hægt að líta framhjá þætti Margrétar Láru og Örnu Sifjar í þessari upptalningu. Báðar skoruðu tvö mörk þó Margrét Lára hefði getað sett fleiri. Hún var einnig óeigingjörn í nokkur skipti og lagði á samherja þegar hún hefði getað skotið. Miðja Valsliðsisins eins og hún lagði sig var mjög öflug og gaf engan höggstað á sér. Áðurnefnd Dóra María lék mjög vel í holunni og fyrir aftan hana voru Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir, og síðar varamaðurinn Hildur Antonsdóttir, allar mjög traustar. Það er vert að nefna Elínu Mettu Jensen á hægri vængnum. Flestar sóknir Vals byrjuðu hægra megin og þar var Elín Metta í lykilhlutverki. Hún sneri reglulega á Sunnevu Hrönn, vinsti bakvörð Selfyssinga, og skapaði mikið fyrir liðsfélaga sína. Að endingu skal skásti maður Selfyssinga í leiknum, markvörðurinn Chante Sandiford, talin hér upp. Það er ekki hægt að segja að henni hafi „gengið vel“ en hún var skást. Þó hún hafi fengið fimm mörk á sig þá er erfitt að klína þeim á hana. Hefði hennar ekki notið við hefði tap Selfyssinga orðið talsvert stærra. Hinum megin kom Sandra Sigurðardóttir ítrekað í veg fyrir að andstæðingar hennar myndu skora.Hvað gekk illa?Selfyssingum gekk illa. Miðjan hjá þeim átti í basli allan leikinn og sömu sögu er hægt að segja um vörnina. Ljósustu punktana í leik þeirra mátti sjá hjá áðurnefndri Sandiford í markinu og Lauren Hughes á hægri kantinum. Miðja Selfyssinga átti í basli í leiknum. Áðurnefnd Lauren var í stutta stund færð inn á miðjuna en það bætti lítið úr skák. Þær áttu einfaldlega ekki séns í Dóru, Mist og Laufey. Varnarlínan átti alls ekki góðan dag og var í basli stærstan hluta leiksins. Í vinstri bakverðinum var Sunneva Hrönn Sigursveinsdóttir en hún mætti í dag ofjarli sínum í formi Elínar Mettu. Sunneva elti Elínu allan leikinn og lenti nokkrum sinnum í því að illa var farið með hana. Til að bæta gráu ofan á svart spilaði fyrirliðinn Guðmunda Brynja leikinn á annarri löppinni og hafði úr litlu að moða. Helstu tilraunir Selfyssinga voru langskot og þau færi sem liðið fékk náðist ekki að nýta.Hvað gerist næst?Selfyssingar fá loksins að leika á JÁVERK-vellinum eftir þrjá leiki á útivelli. Þær taka á móti Fylki sem er í sjöunda sæti með sjö stig. Selfyssingar eru einmitt sæti ofar með níu stig. Tapi þær þar gæti farið svo að þær endi fyrri umferðina hættulega nálægt fallsvæði. Valsstúlkur hengu í kjölsoginu af toppliðunum Breiðabliki og Stjörnunni. Hlíðarendastelpur eru í þriðja sæti og eru þrjú stig í Breiðablik á toppnum og tvö í Stjörnuna. Valur fer einmitt á Kópavogsvöll í næstu umferð og morgunljóst að þar er á ferðinni hörkuleikur.Guðmunda: Þetta var skita „Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum. „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“Arna Sif: Gott að vera komin til baka „Ég segi ekki alveg að tvö mörk verði krafa en það er alltaf gaman að skora. Sérstaklega upp á sjálfstraustið,“ sagði hafsentinn Arna Sif Ásgrímsdóttir að leik loknum. „Við vorum svolítið ósáttar eftir leikinn á móti ÍA þar sem við náðum ekki að láta boltann rúlla nógu vel. Það breyttist í dag. Hann gekk vel frá hægri til vinstri og við fundum hvor aðra í lappirnar.“ Þetta var þriðji leikur Örnu í sumar en hún er að koma sér aftur á skrið eftir beinbrot. „Það er rosalega gott að vera komin til baka. Mér líður vel í fótunum og finn ekkert til. Það vantar svolítið upp á spilformið en það verður fljótt að koma.“ Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið en í fyrra lék hún með Kopparsberg/Goteborg í Svíþjóð. Þar áður hafði hún verið hjá Þór/KA. Arna kann vel við sig hjá Val. „Það er ótrúlega fínt að vera hér. Það eru frábærar stelpur í hópnum og allt hér til fyrirmyndar,“ sagði hún að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira