Þjóðþekktir tónlistarmenn opna skemmtistað í húsnæði Strawberry's Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júlí 2016 14:00 Það þekkja margir Strawberry's. vísir Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. Græna Herbergið er nafn staðarins en eigendur hans eru tónlistar-og athafnamennirnir Friðrik Ómar Hjörleifsson, Jógvan Hansen og Vignir Snær Vigfússon. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að staðurinn er tónlistartengdur og mun standa fyrir lifandi uppákomum og dansvænum plötusnúðum eftir miðnætti um helgar. „Við höfum gengið með þessa hugmynd í maganum í að verða fimm ár. Við urðum ástfangnir af þessu húsnæði þegar við fengum ábendingu um að það væri laust. Hlutirnir þróuðust hratt eftir það en eftir fjögurra mánaða þrotlausa vinnu er komið að því að opna Græna Herbergið okkar,“ segir Jógvan Hansen. „Við höfum fundið fyrir eftirspurn eftir stað í miðbænum þar sem fólk getur sest niður, notið tónlistar og eða bara spjallað saman í góðra vina hópi og fengið sér góðan drykk.“ Staðurinn skiptist í tvær hæðir en á þeirri neðri er tónleika-og viðburðarhluti staðarins fullbúinn nýjum tækjakosti frá Hljóðfærahúsinu. „Við ákváðum að hafa flygil á efri hæðinni okkar sem skapar skemmtilega stemningu við barinn. Efri hæðin er mjög rúmgóð og útsýnið frábært út um stóra gluggana sem snúa að Lækjargötu sem setur fallegan svip á hæðina.”Súlurnar fjarlægðarÝmiss starfsemi hefur verið í húsinu sl. ár en meðal annars má nefna kampavínsklúbbinn Strawberry’s sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum undanfarið. Friðrik Ómar segir verkefnið hafa verið skemmtilega krefjandi þar sem húsið hafi verið þekkt fyrir Kampavínsklúbbinn Strawberry’s. „Það gaf okkur auka kraft að gera vel í breytingum til að losa húsið við alla þessa gömlu drauga og súlur. Húsið er þekktast fyrir að hafa verið strippstaður hér áður fyrr. Við breytum ekki sögu miðbæjarins nema frá þeim degi sem við tökum lásinn af Græna Herberginu. Þetta er einstaklega fallegt hús og allir sem hafa komið í heimsókn til okkar undanfarna daga hafa verið rosalega ánægðir með þær breytingar sem við höfum gert. Það er góður andi hérna og staðsetningin eins og best verður á kosið.“ Tónlist skipar stóran hluta í lífi þeirra Friðriks, Jógvans og Vignis og það mun lita staðinn og starfsemi hans. „Við lögðum upp með að geta boðið tónlistar-og listafólki upp á vandaðan aðbúnað til að koma fram. Við erum með allan helsta búnað á staðnum sem eykur þægindi listamanna svo um munar. Enn fremur vonumst við til að vinna náið með aðildarfélögum tónlistar-og listamanna hér á landi. Okkur langar til að byggja upp lítið samfélag í herberginu okkar,“ segir Vignir Snær. Staðurinn opnar formlega fimmtudaginn 14. júlí kl. 16:00 en kl. 21:00 sama kvöld munu eigendurnir sjálfir stíga á stokk. Nánari upplýsingar er hægt að finna á síðu Græna Herbergisins. Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Nýr skemmtistaður opnar við Lækjargötu 6a í Reykjavík um komandi helgi. Græna Herbergið er nafn staðarins en eigendur hans eru tónlistar-og athafnamennirnir Friðrik Ómar Hjörleifsson, Jógvan Hansen og Vignir Snær Vigfússon. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að staðurinn er tónlistartengdur og mun standa fyrir lifandi uppákomum og dansvænum plötusnúðum eftir miðnætti um helgar. „Við höfum gengið með þessa hugmynd í maganum í að verða fimm ár. Við urðum ástfangnir af þessu húsnæði þegar við fengum ábendingu um að það væri laust. Hlutirnir þróuðust hratt eftir það en eftir fjögurra mánaða þrotlausa vinnu er komið að því að opna Græna Herbergið okkar,“ segir Jógvan Hansen. „Við höfum fundið fyrir eftirspurn eftir stað í miðbænum þar sem fólk getur sest niður, notið tónlistar og eða bara spjallað saman í góðra vina hópi og fengið sér góðan drykk.“ Staðurinn skiptist í tvær hæðir en á þeirri neðri er tónleika-og viðburðarhluti staðarins fullbúinn nýjum tækjakosti frá Hljóðfærahúsinu. „Við ákváðum að hafa flygil á efri hæðinni okkar sem skapar skemmtilega stemningu við barinn. Efri hæðin er mjög rúmgóð og útsýnið frábært út um stóra gluggana sem snúa að Lækjargötu sem setur fallegan svip á hæðina.”Súlurnar fjarlægðarÝmiss starfsemi hefur verið í húsinu sl. ár en meðal annars má nefna kampavínsklúbbinn Strawberry’s sem fjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum undanfarið. Friðrik Ómar segir verkefnið hafa verið skemmtilega krefjandi þar sem húsið hafi verið þekkt fyrir Kampavínsklúbbinn Strawberry’s. „Það gaf okkur auka kraft að gera vel í breytingum til að losa húsið við alla þessa gömlu drauga og súlur. Húsið er þekktast fyrir að hafa verið strippstaður hér áður fyrr. Við breytum ekki sögu miðbæjarins nema frá þeim degi sem við tökum lásinn af Græna Herberginu. Þetta er einstaklega fallegt hús og allir sem hafa komið í heimsókn til okkar undanfarna daga hafa verið rosalega ánægðir með þær breytingar sem við höfum gert. Það er góður andi hérna og staðsetningin eins og best verður á kosið.“ Tónlist skipar stóran hluta í lífi þeirra Friðriks, Jógvans og Vignis og það mun lita staðinn og starfsemi hans. „Við lögðum upp með að geta boðið tónlistar-og listafólki upp á vandaðan aðbúnað til að koma fram. Við erum með allan helsta búnað á staðnum sem eykur þægindi listamanna svo um munar. Enn fremur vonumst við til að vinna náið með aðildarfélögum tónlistar-og listamanna hér á landi. Okkur langar til að byggja upp lítið samfélag í herberginu okkar,“ segir Vignir Snær. Staðurinn opnar formlega fimmtudaginn 14. júlí kl. 16:00 en kl. 21:00 sama kvöld munu eigendurnir sjálfir stíga á stokk. Nánari upplýsingar er hægt að finna á síðu Græna Herbergisins.
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira