Eignin er um 150 fermetrar og er íbúðin á tveimur hæðum ásamt tuttugu fermetra suðursvölum.
Um er að ræða virkilega smekklega íbúð í hjarta borgarinnar en hún var öll tekinn rækilega í nefið á árunum 2002-2006. Hljóðdempun og hljóðeinangrun eru mjög góð í íbúðinni þar sem hún var áður B-salur Stjörnubíós.
Kaupverðið er 74,9 milljónir króna en fasteignamatið er 44,4 milljónir. Hér að neðan má sjá myndir innan úr íbúðinni.

