MS ber að greiða sektina innan mánaðar Snærós Sindradóttir skrifar 13. júlí 2016 05:00 Mjólkursamsalan er ásamt tengdum fyrirtækjum sínum, Kaupfélagi Skagfirðinga og Mjólku, í nærri allsráðandi stöðu á mjólkurmarkaði. Fréttablaðið/Pjetur Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira