Á Pokémon-veiðar með snjallsímanum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2016 09:00 Leikurinn er spilaður í gegnum myndavél símans og á skjánum birtast Pokémon-fígúrurnar. Hér hefur vatnafígúrum verið bætt við myndina þar sem Pokémonarnir finnast á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum. Vísir/Hanna Flestir ættu að kannast við Pokémon en fyrirbærið náði miklum vinsældum eftir 1995. Margir tengja það við Game Boy leikina sem áttu miklum vinsældum að fagna auk sjónvarpsþátta og safnspila. Lítið hefur farið fyrir fyrirbærinu undanfarin ár. Þar til 6. júlí síðastliðinn þegar beta-útgáfa af snjallsímaleiknum Pokémon Go kom út og hefur vakið athygli um heim allan. Sem stendur er leikurinn ekki fáanlegur í gegnum App Store á Íslandi en með einföldum klækjum er hægt að verða sér úti um hann og eru þó nokkrir Íslendingar komnir á fullt á Pokémon-veiðar. Leikurinn gengur í stuttu máli út á að safna Pokémon-fígúrunum sem flestir ættu að kannast við og keppa um þær á sérstökum stöðvum. Í upphafi velur leikmaðurinn sér „avatar“ sem hann getur svo stíliserað að vild. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn.Er leikar hefjast getur leikmaður valið um þrjá Pokémona, þá Charmander, Bulbasaur og Squirtle. Annað nýmæli er að leikmenn berjast ekki við Pokémonana sjálfa í heiminum til þess að ná þeim heldur á sá bardagi sér einungis stað á sérstökum stöðvum, en ef hann rekst á þá í heiminum þá þarf leikmaður að „grípa“ fígúruna með Pokéboltum. Í hvert sinn sem leikurinn er ræstur í símanum kemur upp áminning til leikmanns um að gæta vel að umhverfinu og horfa í kringum sig. „Þetta er blanda af tveimur leikjum í rauninni, gömlu Pokémon-leikjunum sem við öll þekkjum og elskum og Ingress sem fyrirtækið Niantic gaf líka út fyrir nokkrum árum. Sá leikur varð aldrei mjög stór en var með ákveðin element sem þurfti til að búa til þennan leik, maður sér mikið af honum í þessum leik,“ segir Sturla Freyr Magnússon, áhugamaður um fyrrnefndan leik og stofnandi Facebook-hópsins Íslenskir Pokémon þjálfarar.Sturla segir samvinnu leikmanna mikilvæga og því hafi hann stofnað hópinn á Facebook en leikmenn velja á milli þriggja liða. „Það er mjög mikilvægt að liðin séu að vinna svolítið saman. Liðin eru með stöðvar, sem kallast „gym“. Þar er hægt að geyma sína Pokémona og þá er erfiðara fyrir hin liðin að koma og taka þá og þeir sem eru í þínu liði geta líka nýtt sér það,“ segir Sturla og bætir við að um töluverðan samfélagsleik sé að ræða og því fleiri sem séu að spila hann í nánasta umhverfi leikmannsins, því skemmtilegri sé hann. Sturla hvetur því alla áhugasama Pokémon Go spilara til þess að skrá sig inn í hópinn en um komandi helgi verður skipulögð stórveiði þar sem markmiðið er að koma nokkur saman á ákveðnum Pokéstop, stað þar sem hægt er að nálgast ýmiss konar nytsamlega hluti í leiknum, og draga þannig að sér fleiri Pokémona. Nánar verður auglýst um veiðina síðar og segir Sturla hana fullkomið tækifæri fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í leiknum eða þyrstir að prófa. Tvær íslenskar Facebook-síður eru fyrir leikinn. Í Íslenska Pokémon GO samfélaginu eru 373 meðlimir og í hóp Sturlu, Íslenskir Pokémon Þjálfarar eru meðlimir 245 þegar þetta er skrifað. Leikjavísir Pokemon Go Tengdar fréttir Lögreglumenn í Ástralíu þreyttir á rápi Pokémon þjálfara Í hinum glænýja leik, Pokémon Go, er lögreglustöð í Ástralíu merkt sem Poké Stop. Margir spilarar hafa gert sér ferð á stöðina í leit að varningi. 7. júlí 2016 23:35 Fann lík þegar hún leitaði að pokémonum Í yfirlýsingu frá lögreglunni í sýslunni segir að útlit sé fyrir að maðurinn hafi látist af slysförum. 8. júlí 2016 22:39 Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Flestir ættu að kannast við Pokémon en fyrirbærið náði miklum vinsældum eftir 1995. Margir tengja það við Game Boy leikina sem áttu miklum vinsældum að fagna auk sjónvarpsþátta og safnspila. Lítið hefur farið fyrir fyrirbærinu undanfarin ár. Þar til 6. júlí síðastliðinn þegar beta-útgáfa af snjallsímaleiknum Pokémon Go kom út og hefur vakið athygli um heim allan. Sem stendur er leikurinn ekki fáanlegur í gegnum App Store á Íslandi en með einföldum klækjum er hægt að verða sér úti um hann og eru þó nokkrir Íslendingar komnir á fullt á Pokémon-veiðar. Leikurinn gengur í stuttu máli út á að safna Pokémon-fígúrunum sem flestir ættu að kannast við og keppa um þær á sérstökum stöðvum. Í upphafi velur leikmaðurinn sér „avatar“ sem hann getur svo stíliserað að vild. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn.Er leikar hefjast getur leikmaður valið um þrjá Pokémona, þá Charmander, Bulbasaur og Squirtle. Annað nýmæli er að leikmenn berjast ekki við Pokémonana sjálfa í heiminum til þess að ná þeim heldur á sá bardagi sér einungis stað á sérstökum stöðvum, en ef hann rekst á þá í heiminum þá þarf leikmaður að „grípa“ fígúruna með Pokéboltum. Í hvert sinn sem leikurinn er ræstur í símanum kemur upp áminning til leikmanns um að gæta vel að umhverfinu og horfa í kringum sig. „Þetta er blanda af tveimur leikjum í rauninni, gömlu Pokémon-leikjunum sem við öll þekkjum og elskum og Ingress sem fyrirtækið Niantic gaf líka út fyrir nokkrum árum. Sá leikur varð aldrei mjög stór en var með ákveðin element sem þurfti til að búa til þennan leik, maður sér mikið af honum í þessum leik,“ segir Sturla Freyr Magnússon, áhugamaður um fyrrnefndan leik og stofnandi Facebook-hópsins Íslenskir Pokémon þjálfarar.Sturla segir samvinnu leikmanna mikilvæga og því hafi hann stofnað hópinn á Facebook en leikmenn velja á milli þriggja liða. „Það er mjög mikilvægt að liðin séu að vinna svolítið saman. Liðin eru með stöðvar, sem kallast „gym“. Þar er hægt að geyma sína Pokémona og þá er erfiðara fyrir hin liðin að koma og taka þá og þeir sem eru í þínu liði geta líka nýtt sér það,“ segir Sturla og bætir við að um töluverðan samfélagsleik sé að ræða og því fleiri sem séu að spila hann í nánasta umhverfi leikmannsins, því skemmtilegri sé hann. Sturla hvetur því alla áhugasama Pokémon Go spilara til þess að skrá sig inn í hópinn en um komandi helgi verður skipulögð stórveiði þar sem markmiðið er að koma nokkur saman á ákveðnum Pokéstop, stað þar sem hægt er að nálgast ýmiss konar nytsamlega hluti í leiknum, og draga þannig að sér fleiri Pokémona. Nánar verður auglýst um veiðina síðar og segir Sturla hana fullkomið tækifæri fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í leiknum eða þyrstir að prófa. Tvær íslenskar Facebook-síður eru fyrir leikinn. Í Íslenska Pokémon GO samfélaginu eru 373 meðlimir og í hóp Sturlu, Íslenskir Pokémon Þjálfarar eru meðlimir 245 þegar þetta er skrifað.
Leikjavísir Pokemon Go Tengdar fréttir Lögreglumenn í Ástralíu þreyttir á rápi Pokémon þjálfara Í hinum glænýja leik, Pokémon Go, er lögreglustöð í Ástralíu merkt sem Poké Stop. Margir spilarar hafa gert sér ferð á stöðina í leit að varningi. 7. júlí 2016 23:35 Fann lík þegar hún leitaði að pokémonum Í yfirlýsingu frá lögreglunni í sýslunni segir að útlit sé fyrir að maðurinn hafi látist af slysförum. 8. júlí 2016 22:39 Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Lögreglumenn í Ástralíu þreyttir á rápi Pokémon þjálfara Í hinum glænýja leik, Pokémon Go, er lögreglustöð í Ástralíu merkt sem Poké Stop. Margir spilarar hafa gert sér ferð á stöðina í leit að varningi. 7. júlí 2016 23:35
Fann lík þegar hún leitaði að pokémonum Í yfirlýsingu frá lögreglunni í sýslunni segir að útlit sé fyrir að maðurinn hafi látist af slysförum. 8. júlí 2016 22:39
Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26