Hér er farið ítarlega yfir málið.
RÚV greindi frá því nú fyrr í dag að Björn hafi verið kærður til lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Bryndís Björk Guðjónsdóttir sendi inn kæru – hún er ein þeirra sem hafði keypt miða sem hún svo aldrei fékk. Bryndís millifærði peningana á bankareikning Sónar Reykjavík, hvar Björn var framkvæmdastjóri en hann sagði af sér sem slíkur í síðustu viku.
Ýmsir bera ábyrgð
Excel-skjalið áðurnefnt ber yfirskriftina Málsókn gegn Birni Steinbekk. Skjalið er sundurliðað, einnig er um að ræða mál sem hugsanlega eru í farvatninu gegn Netmiða og þá Kristjáni Atla Baldurssyni. Þá er þriðji flokkurinn sem snýr að „Bryndís/Elíza“ og sá fjórði er „óskilgreint“.

Málin 45 alls
Netmiði er ábyrgur gagnvart því hvernig gengur með efndir gagnvart þessum tiltekna hópi en það er svo að einhverju leyti háð því hvernig Kristjáni Atla gengur að ná samningum við annars vegar flugfélagið sem stytti ferðina og svo Björn Steinbekk sem sagðist ætla að útvega miðana. Vilhjálmur sagði að nú væri unnið að lausn málsins.
Málin sem hins vegar eru tíunduð í excelskjalinu áðurnefnda eru samtals 45, þegar þetta er skrifað. Níu af þessum málum eru merkt sem svo að fengist hafi endurgreitt og snúa þau öll að Netmiða/Kristján, en á hann eru 14 mál skráð.
Vísir sendi Birni skilaboð nú fyrr í dag, og bauð honum að tjá sig um málið en Björn hefur ekki enn þekkst slíkt boð – en Vísir hefur nú reynt að ná tali af Birni í marga daga án árangurs.