Húsaskjól fasteignasala er með vel staðsetta íbúð við Hringbraut á söluskrá en í lýsingu íbúðarinnar kemur fram að hún sé einstaklega vel staðsett fyrir Pokémon Go.
Þar segir að Pokéstop sé beint fyrir utan íbúðinni hjá styttunni af Héðni Valdimarssyni, auk þess er fjöldinn allur af Pokestoppum rétt hjá.
Kaupverðið er 28,5 milljónir króna en fasteignamat eignarinnar er 21,5. Um er að ræða íbúð sem er um sextíu fermetrar að stærð. Íbúðin er þriggja herbergja og er við Hringbraut 75.
Pokémon leikurinn nýttur til að selja íbúð í Vesturbænum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp






Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
