Það sem ekki má gleymast Magnús Guðmundsson skrifar 27. júlí 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið í gær, daginn eftir að hann tilkynnti um endurkomu sína í stjórnmálin. Fyrri hluti greinarinnar fer í að tíunda afrek ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs sjálfs í forsæti fyrir Framsóknarflokk í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og skal áhugasömum bent á að næla sér í greinina sé vilji til þess að rifja upp afrekaskrána. Í seinni hluta greinarinnar tíundar Sigmundur Davíð svo hvað hafi alltaf staðið til að gera fyrir almenning (stundum kallaðir kjósendur) og þar með mikilvægi þess að ríkisstjórnin sitji áfram við völd. Í framhaldinu hafa stigið fram flokksbræður hans og systur og kvartað undan þeim áætlunum að efna til kosninga í haust eins og var lofað þegar Sigmundur Davíð hrökklaðist frá völdum. Þrátt fyrir gott pláss í Morgunblaðinu vill þó þannig til að Sigmundur virðist gleyma að koma inn á nokkur lykilatriði í þessu máli. Atriði á borð við það að efnahagslegan viðsnúning ber ekki síst að þakka gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna með tilheyrandi stórfelldri aukningu gjaldeyristekna. Gjaldeyristekna sem hljóta að hafa nýst ríkisstjórninni vel við að greiða niður skuldir og bæta hag ríkissjóðs. Sigmundur virðist einnig hafa gleymt hversu ríkulegan þátt öflugur sjávarútvegur á í bættum hag ríkissjóðs. En það er kannski skiljanlegt að hann líti fram hjá því þar sem ríkisstjórnin taldi svigrúm til lækkunar auðlindagjalds, þrátt fyrir frábæra afkomu stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna en afleita afkomu þeirra sem minnst hafa á milli handanna, eins og aldraðra og öryrkja. Þeir hafa hingað til mátt bíða. Sigmundur Davíð virðist einnig vera búinn að gleyma forsendu þess að hann er ekki lengur forsætisráðherra. Sigmundur Davíð virðist með öðrum orðum vera búinn að gleyma Panama-skjölunum, peningunum í aflandsskjólinu, þeirri staðreynd að hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við fréttamenn og þeirri risavöxnu öldu mótmæla sem reis í samfélaginu í kjölfarið. Mótmæla sem snerust um þá sjálfsögðu kröfu að þeir sem stjórni landinu búi yfir viðunandi siðferðisþreki og leiti ekki leiða til þess að koma sér undan sameiginlegri uppbyggingu hinna margumtöluðu innviða samfélagsins með skattfríðindum fyrir stórefnafólk. En það sem er mest um vert, Sigmundur Davíð virðist einnig vera búinn að gleyma því að forystumenn ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar lofuðu þingi og þjóð að í haust yrði gengið til kosninga. Það loforð var meginforsenda þess að hægt væri að halda áfram á Íslandi í kjölfar eins mesta hneykslismáls íslenskrar stjórnmálasögu. Allt þetta og meira til þurfa íslenskir kjósendur að muna enn um sinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið í gær, daginn eftir að hann tilkynnti um endurkomu sína í stjórnmálin. Fyrri hluti greinarinnar fer í að tíunda afrek ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs sjálfs í forsæti fyrir Framsóknarflokk í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og skal áhugasömum bent á að næla sér í greinina sé vilji til þess að rifja upp afrekaskrána. Í seinni hluta greinarinnar tíundar Sigmundur Davíð svo hvað hafi alltaf staðið til að gera fyrir almenning (stundum kallaðir kjósendur) og þar með mikilvægi þess að ríkisstjórnin sitji áfram við völd. Í framhaldinu hafa stigið fram flokksbræður hans og systur og kvartað undan þeim áætlunum að efna til kosninga í haust eins og var lofað þegar Sigmundur Davíð hrökklaðist frá völdum. Þrátt fyrir gott pláss í Morgunblaðinu vill þó þannig til að Sigmundur virðist gleyma að koma inn á nokkur lykilatriði í þessu máli. Atriði á borð við það að efnahagslegan viðsnúning ber ekki síst að þakka gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna með tilheyrandi stórfelldri aukningu gjaldeyristekna. Gjaldeyristekna sem hljóta að hafa nýst ríkisstjórninni vel við að greiða niður skuldir og bæta hag ríkissjóðs. Sigmundur virðist einnig hafa gleymt hversu ríkulegan þátt öflugur sjávarútvegur á í bættum hag ríkissjóðs. En það er kannski skiljanlegt að hann líti fram hjá því þar sem ríkisstjórnin taldi svigrúm til lækkunar auðlindagjalds, þrátt fyrir frábæra afkomu stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna en afleita afkomu þeirra sem minnst hafa á milli handanna, eins og aldraðra og öryrkja. Þeir hafa hingað til mátt bíða. Sigmundur Davíð virðist einnig vera búinn að gleyma forsendu þess að hann er ekki lengur forsætisráðherra. Sigmundur Davíð virðist með öðrum orðum vera búinn að gleyma Panama-skjölunum, peningunum í aflandsskjólinu, þeirri staðreynd að hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við fréttamenn og þeirri risavöxnu öldu mótmæla sem reis í samfélaginu í kjölfarið. Mótmæla sem snerust um þá sjálfsögðu kröfu að þeir sem stjórni landinu búi yfir viðunandi siðferðisþreki og leiti ekki leiða til þess að koma sér undan sameiginlegri uppbyggingu hinna margumtöluðu innviða samfélagsins með skattfríðindum fyrir stórefnafólk. En það sem er mest um vert, Sigmundur Davíð virðist einnig vera búinn að gleyma því að forystumenn ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar lofuðu þingi og þjóð að í haust yrði gengið til kosninga. Það loforð var meginforsenda þess að hægt væri að halda áfram á Íslandi í kjölfar eins mesta hneykslismáls íslenskrar stjórnmálasögu. Allt þetta og meira til þurfa íslenskir kjósendur að muna enn um sinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun