99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2016 14:00 Það veiðist víða vel þessa dagana og þrátt fyrir ansi rólega veiði í sumum ánum eru aðrar að eiga gott sumar. Miðfjarðará hefur sannarlega verið ein af bestu veiðiám landsins síðustu ár og í fyrra var til að mynda frábær veiði í ánni þegar 6.028 löxum var landað sem er bæði nýtt met í ánni og besta veiði í laxveiðiá á Íslandi sem ekki er haldið uppi með sleppingum. Áin fór geysilega vel af stað í sumar og hefur veiðin í henni haldist í góðum gangi síðan og þrátt fyrir að hafa fallið í vatni hægði ekki mikið á veiðinni. Þegar loksins fór að rigna tók veiðin aftur góðan kipp og sem dæmi um það veiddust 99 laxar í ánni í gær á 10 stangir sem toppar dagsveiðina í Ytri Rangá þar sem 91 lax hefur verið að veiðast á 16 stangir á dag. Á miðvikudaginn var Miðfjarðará komin í 1.459 laxa og það er langt yfir meðaltali þessa dags í ánni síðustu 25 ár og þeir sem hafa verið við ánna nýlega segja að það sé ekkert ólíklegt að áin fari í 4-5.000 laxa í sumar. Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði
Það veiðist víða vel þessa dagana og þrátt fyrir ansi rólega veiði í sumum ánum eru aðrar að eiga gott sumar. Miðfjarðará hefur sannarlega verið ein af bestu veiðiám landsins síðustu ár og í fyrra var til að mynda frábær veiði í ánni þegar 6.028 löxum var landað sem er bæði nýtt met í ánni og besta veiði í laxveiðiá á Íslandi sem ekki er haldið uppi með sleppingum. Áin fór geysilega vel af stað í sumar og hefur veiðin í henni haldist í góðum gangi síðan og þrátt fyrir að hafa fallið í vatni hægði ekki mikið á veiðinni. Þegar loksins fór að rigna tók veiðin aftur góðan kipp og sem dæmi um það veiddust 99 laxar í ánni í gær á 10 stangir sem toppar dagsveiðina í Ytri Rangá þar sem 91 lax hefur verið að veiðast á 16 stangir á dag. Á miðvikudaginn var Miðfjarðará komin í 1.459 laxa og það er langt yfir meðaltali þessa dags í ánni síðustu 25 ár og þeir sem hafa verið við ánna nýlega segja að það sé ekkert ólíklegt að áin fari í 4-5.000 laxa í sumar.
Mest lesið Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Dúi nýr formaður Skotvís Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Dregið um daga í Elliðaánum næsta fimmtudag Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði