Brá ekki búi þótt húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2016 07:00 Fréttablaðið sagði 10. júlí 2008 frá söfnun vegna brunans á Finnbogastöðum. Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira