"Verður vonandi ekki jafn drepleiðinlegt og síðast" Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2016 16:30 Það var hart barist í leiknum á Kópavogsvelli fyrir tveimur vikum. vísir/hanna Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Borgunarbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Aðeins tvær vikur eru síðan liðin mættust í Pepsi-deildinni en þar fóru Blikar með sigur af hólmi, 1-0. Sá leikur var lítið fyrir augað en Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, á von á betri leik í kvöld. „Ég held að þessi leikur muni hafa upp á allt annað bjóða en sá síðasti,“ sagði Harpa í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Harpa var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún hefur skorað 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. „Bæði lið verða að sækja til sigurs og vera ákveðin. Það verður væntanlega lagt upp með að vera ekki með svona drepleiðinlegan fótbolta og síðast. Þetta verður vonandi hraður leikur og skemmtilegur.“ Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, var í liði umferða 1-9 líkt og Harpa. En við hverju mega áhorfendur búast í leiknum í kvöld að mati Hallberu? „Maður veit ekki. Þessir leikir gegn Stjörnunni hafa ekki verið mikið fyrir augað. Þetta eru tvö mjög sterk lið og hvorugt þeirra vill gefa færi á sér,“ sagði Hallbera. „En þetta er bikarinn þannig að annað liðið mun fara áfram. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur.“ Breiðablik hefur unnið þrjá síðustu deildarleiki sína gegn Stjörnunni, alla 1-0. Hallbera segir að Blikar séu samt ekki komnir með tak á Garðbæingum. „Þetta eru mjög jafnir leikir og við höfum náð að halda hreinu. Það skiptir miklu máli í svona leikjum þar sem lítið er skorað. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera.Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Borgunarbikar kvenna á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Aðeins tvær vikur eru síðan liðin mættust í Pepsi-deildinni en þar fóru Blikar með sigur af hólmi, 1-0. Sá leikur var lítið fyrir augað en Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, á von á betri leik í kvöld. „Ég held að þessi leikur muni hafa upp á allt annað bjóða en sá síðasti,“ sagði Harpa í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veitt verðlaun fyrir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Harpa var valin besti leikmaður fyrri hlutans en hún hefur skorað 13 mörk í fyrstu níu leikjum tímabilsins. „Bæði lið verða að sækja til sigurs og vera ákveðin. Það verður væntanlega lagt upp með að vera ekki með svona drepleiðinlegan fótbolta og síðast. Þetta verður vonandi hraður leikur og skemmtilegur.“ Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, var í liði umferða 1-9 líkt og Harpa. En við hverju mega áhorfendur búast í leiknum í kvöld að mati Hallberu? „Maður veit ekki. Þessir leikir gegn Stjörnunni hafa ekki verið mikið fyrir augað. Þetta eru tvö mjög sterk lið og hvorugt þeirra vill gefa færi á sér,“ sagði Hallbera. „En þetta er bikarinn þannig að annað liðið mun fara áfram. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur.“ Breiðablik hefur unnið þrjá síðustu deildarleiki sína gegn Stjörnunni, alla 1-0. Hallbera segir að Blikar séu samt ekki komnir með tak á Garðbæingum. „Þetta eru mjög jafnir leikir og við höfum náð að halda hreinu. Það skiptir miklu máli í svona leikjum þar sem lítið er skorað. Okkur hefur gengið vel í síðustu leikjum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera.Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Best í fyrri umferðinni: Deildin er jafnari en oft áður Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir var valin besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en greint frá þessu í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. 22. júlí 2016 15:00