Körfubolti

ÍR-ingar halda áfram að safna liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÍR-ingar ætla sér stóra hluta á næsta tímabili.
ÍR-ingar ætla sér stóra hluta á næsta tímabili. mynd/facebook-síða ír
ÍR hefur heldur betur blásið til sóknar og ætlar sér greinilega stóra hluti í Domino's deildar karla á næsta tímabili.

ÍR-ingar hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum í sumar og fengið til sín sterka menn.

Nú síðast gekk Hjalti Friðriksson í raðir ÍR en hann lék síðast með Njarðvík. Hjalti lék 15 deildarleiki með Njarðvíkingum á síðasta tímabili og skoraði 5,1 stig og tók 3,5 að meðaltali í leik.

Hjalti þekkir vel til í Breiðholtinu en hann lék með ÍR á árunum 2011-14.

Auk Hjalta hafa Stefán Karel Torfason, Matthías Orri Sigurðarson og Kristinn Marinósson komið til ÍR í sumar.

ÍR endaði í 10. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×